Réttur - 01.01.1965, Síða 1
$ie
RÉTTUR
TÍMARIT U M ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
1. HEFTI . 48. ÁRG. . 1965
Rilstjóri: Einar Olgcirsson
Ritnefnd: Asgeir Bl. Magnússon, Björn Jónsson, Eyjólfur R. Arnason,
Magnús Kjartansson, Póll Bergþórsson, Tryggvi Emilsson, Þór Vigfússon
Síðustu forvöð
Það eru nú að verða síðustu forvöð fyrir íslenzka yfir-
stétt að gera þær breytingar á ráðahag sínum og stjórnar-
stefnu, er geri henni mögulegt að verða við þeim höfuð-
kröfum, sem verkalýðs- og starfsmannahreyfingin mun sam-
einast um að gera fyrir reikningsskilin í júní í vor. Það
væri mikil glópska af íslenzkri yfirstétt að ætla að laun-
þegar hlífðu henni einu sinni enn við að taka sjálfri af-
leiðingunum af efnahagslegri óstjórn sinni.
Hinar þrjár deildir yfirstéttarinnar eiga þar allar nokkra
sök, en verzlunar- og fjármálavaldið þó mesta.
Utgerðarmenn og fiskiðnrekendur hafa vanrækt hróp-
lega skipulagningu í atvinnugreininni sjálfri og alveg sér-
staklega látið undir höfuð leggjast að koma á sem mestri
fullvinnslu í síldinni, — en til þess þarf hreytta verzlunar-
pólitík. Sem stendur horfa fiskiðnrekendur upp á það að-
gerðarlausir, að möguleikum til fullvinnslu síldar sé fórn-
að á altari „frjálsrar verzlunar,“ þ. e. á altari verzlunar-
L A S’ D S 0 (Th A S A F N
2G0310 .
fSLJnns