Réttur


Réttur - 01.01.1965, Page 5

Réttur - 01.01.1965, Page 5
MARIA ELENA CAPOTE: Aloima LFrásögn þussa ritar ung blaðakona írá Kúbu. Hún gefur góða hugmynd um líf æskunnar í þeini löndum, sem auðvald Bandaríkjanna arðrænir, og um þau vandamál, sem alþýðan þarf að leysa með baráttu sinni. Frásagan er þýdd úr „Women of the whole world“ af G. K.]. I hinum víðáttumikla fjallgarði, Andesfjöllunum í Suður-Ame- ríku, lifa Indíánar, sem eru afkomendur Inkanna. Þarna er lands- lagið lirikalegt og stórfenglegl, en örbirgð, hungur og þjáning markar líf íbúanna. Litli Indíánadrengurinn Alointa átti heima í Andesfjöllum. Hann var magur, dökkur yfirlitum með stór dökk augu. Hann fór jafn- an þegar í dögun með föður sínum lil fjalla, en þar unnu þeir baki brotnu myrkranna á milli, plægðu skrælnaðan jarðveginn og reyndu að rækta matjurtir handa svellandi fjölskyldunni. Að loknu dagsverki fór Aloima með ávexti á lamadýrinu sínu á mark- aðinn í þorpinu. Þar keypti hann það, sem skorti tilfinnanlegast iil fæðis og klæðis, nýtt pils einu sinni á ári, nýtl sjal þegar gamla sjalið var gatslitið. Mesta yndi hans og ánægja var að skoða varninginn á markaðs- torginu, horfa á dýrin og athuga fátæklegan fjallagróðurinn. Hann kom víða við og sífellt opnaðist fyr.ir honum nýr og nýr heimur. Þótt Aloima væri aðeins 6 ára gamall, var hann þegar orðinn duglegur að selja og hann þrefaði ósparl um vöruverðið. Ef hann fengi gott verð, þá yrði ef til vill örlítill afgangur, og þá gæti hann glatt möminu sína með lílilli gjöf. En peningarnir hrukku aldrei til. Þegar hann bar sem minnst úr býtum, var eins og þyrmdi yfir hann og litla hrjúfa höndin krepptist fast utan um þessa fáu skild- inga. Hugur hans fylltist beizkju og vonleysi og honum miðaði hægt áfram á leiðinni heim. í tunglskininu mátti sjá skuggann af drengnum og lamadýrinu, þar sem þeir fetuðu fjallastíginn í næt- urkuldanum. Þessa slóð höfðu Indíánarnir farið öldum saman. Landið var ríkt en börn þess voru að hverfa.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.