Réttur


Réttur - 01.01.1965, Page 12

Réttur - 01.01.1965, Page 12
12 K É T T U lt urríkjunum og bankahölda í New York. Johnson var varaforseti og tók við forsetaembættinu. A fundi ráðsins 2. maí var samþykkt að senda ávarp til bandarísku jijóðarinnar, og á fundi 9. maí bar Marx fram „Avarp Aljrjóða- sambands verkalýðsins" til Johnsons forseta. Bréfið var sent Johnson um bandaríska sendiráðið í London. Það birtist fyrst í „The Bee-llive News- paper“ 20. maí 1865. Hér eru bréfin þýdd úr: „Marx-Engels, Werke,“ 16. bindi, Berlín 1962, bls. 19—20 og 98—99. Nauðsynlegustu skýringar eru einnig fengnar þaðan]. Til Abrahams Lincolns, forseta Bandaríkja Ameríku. Herra, vér árnum amerísku þjóðinni heilla í tilefni af hinum mikla sigri yðar við endurkjörið. Haíi hógvært kjörorð yðar í fyrri kosningum verið: andstaða gegn valdi Jtrælaeigenda, þá er heróp endurkjörs yðar: endalok þrælahaldsins! Allt frá upphafi risaátakanna i Ameríku fann verkalýður Evrópu af eðlisávísun að örlög stéttar hans voru undir stjörnufánanum komin. Baráttan um landið — sem leysti úr læðingi ægivoldug hetjuljóð — átti hún ekki að útkljá hvort óhrotið land ómælan- legrar víðáttu vígðist vinnu innflytjandans, eða yrði flekkuð fóta- sparki þrælaeigandans? Fáveldi þrjú hundruð þúsund þrælaeigenda hefur í fyrsta skipti í annálum sögunnar árætt að skrá orðið þrælahald á fána vopn- aðrar uppreistar, og það i landi er fyrir tæpri öld var vagga lýð- ræðishugsjónar um öflugt lýðveldi, fyrstu mannréttindayfirlýsing- arinnar* og kveikti í byltingunni í Evrópu á 18. öldinni. Þessi andbyltingaröfl hældu sér af því að hnekkja kerfisbundið og út í yztu æsar „ríkjandi hugmyndum um framkvæmd gömlu stjórnar- * Mannréttimlayjirlýsingin er sjálfstæðisyfirlýsing 13 brezkra nýlendna í Norður-Ameríku, samþykkt á fulltrúaþingi í Philadelphiu 4. júlí 1776. Þar er lýst yfir sjálfstæði brt'/kra riýlendna í Norður-Ameríku og stofnun óháðs lýðveldis — Bandaríkja Norður-Ameríku. I yfirlýsingunni er kveðið á um vtigamikil borgaraleg lýðréttindi, svo sem persónufrelsi, að allir borgarar skuli jafnir fyrir lögum, óskoraðan rétt til jijóðarviljans o. s. frv. Þá ríkli enn cinræðis- og lénsskipulag í Evrópu og yfirlýsingin hafði mikil áhrif á lýðræðishreyfingar |iar, einkiun frönsku byltinguna undir lok 18. aldar. Amerískt auðvald og stórjarðaeigendur luindsuðu þegar í upphafi lýðrétt- indi yfirlýsingarinnar, hindruðu þátttöku almennings í stjórnmálalífinu, héldu áfram þrælahaldi og rændu negrana frumstæðustu mannréttindum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.