Réttur - 01.01.1965, Page 21
K É T T U 11
21
er allir aðrir brugðust eða þögðu. Hvað eítir annað hefur þó
tekizt að mynda allbreiða samfylkingu gegn hernáminu. Og nú
síðustu árin er það starf, sem Samtök hernámsandstæðinga vinna,
bið þýðingarmesta fyrir þjóðina og verðskuldar stuðning allra
góðra Islendinga. Sérslaklega er það mikilsvert, að leggja nú sem
ríkasta áherzlu á þjóðfrelsisbaráttuna, þar sem næstu alþingis-
kosningar, í síðasta lagi 1967, munu útkljá það, hvort ísland
lekur þátt í að framlengja tilveru Atlanzhafsbandalagsins eða
þátttöku sína í því 1969, ef það þá sjálft lifir núverandi kreppu-
tíma sína af.
Jafnframt hernáminu hefur hættan á því, að erlendu einkafjár-
magni takist að ná aðstöðu til beinnar þátttöku í íslenzku at-
vinnulífi farið örl vaxandi síðustu árin.
Sterk öfl innan ríkisstjórnarflokkanna vinna skipulega að því,
nð erlend auðfyr.irtæki fái leyfi til að reisa og reka hér alúmin-
íumverksmiðj u og olíubreinsunarstöð. Augljóst er, að með slíkum
í'ekstri yrði brautin rudd fyrir erlent einkafjármagn lil þess að
komast í síauknum mæli inn í íslenzkt atvinnulíf.
Tvær aðalástæður eru til þess, að barizt er fyrir þátttöku er-
lendra auðfélaga í atvinnurekstri hér á landi.
Önnur er mögnuð vantrú á íslenzkum atvinnuvegum og getu
peirra til að standa undir vaxandi tekjuþörf þjóðarinnar. Vantrú
þessi hefur skýrast komið fram hjá efnahagsráðunautum ríkis-
stjórnarinnar, sem beinlínis hafa sagt, að liinir göndu atvinnu-
vegir þjóðarinnar, sjávarúlvegur með fiskvinnslu, landbúnaður og
iðnaður fyrir innlendan markað, geti ekki veitt nægilegt svig-
rúm til þeirra efnahagsframfara, sem stefna beri að.
Hin ástæðan er áhugi ýmissa gróðahyggjumanna, sem gera sér
miklar vonir uin auðfenginn gróða, sem umboðs- og þjónustu-
menn hinna erlendu auðhringa.
Reynslan hefur þegar sýnt, að mat efnahagsráðunauta ríkis-
stjórnarinnar á framleiðslugetu íslenzkra atvinnuvega er alrangt.
Frmleiðsluaukningin hefur farið langt fram úr áætlun þeirra og
vöxtur þjóðartekna hér á landi hefur verið meiri nú um skeið
t'n í flestum nálægum löndum.
Enn eru þó að rnestu ónotaðir allir þeir miklu möguleik-
ar íslenzkra atvinnuvega, sem lengdir eru jullvinnslu, bœði
sjávarajurða og landbúnaðarvara. Auka mœtti jramleiðslu-