Réttur - 01.01.1965, Síða 30
30
R É T T U R
Steingrifnur Aðalsteinsson lýsir afgreiðslubonni ó Novu
13. mari 1933.
laxtakaup. Þessi samþykkl á bæjarstjórnaifundi á Akureyri sýndist
í fljótu bragði aðeins handaupprétting nokkurra manna, sem ekki
gæti staðist stundinni lengur, svo fráleit þótti verkamönnum sam-
þykktin. En reyndin varð önnur.
Bæjarstjórnarsamþykktin hafði verið gjörð að yfirlögðu ráði
og átti fylgi þriggja stjórnmálaflokka á Akureyri og í höfuðstaðn-
um voru sjálf stjórnarvöldin búin í stakk kaupkúgunar eins og
síðar kom fram. Bæjarstjórnarsamþykktin var samþykkt um að
kaupgjald skyldi almennt lækka. Það var öllum Ijóst, að atv.innu-
leysi þjakaði mörg verkamannaheimili á Akureyri, og þv, var ráð-
ist þar á garðinn, þar sem liann var lægstur, snauður verkalýður
gæti ekki staðið í verkfalli, það yrði auðvelt að sigra slíkan lýð.
Strax eftir bæjarstjórnarfundinn voru þeir menn, sem áttu að
fá vinnu í tunnuverksmiðjunni, kallaðir til fundar í samkomuhús-
inu og þar tilkynnt af bæjarstjóranum þeir úrslitakostir, að kaupið
yrði að lækka og jafnframt að þeir, sem ekki vildu vinna, gætu
farið út. Nokkrar orðaræður urðu um kaupgjaldið og hafði ég orð
i’yrir þeim, sem neituðu að vinna fyr.ir lægra kaup en taxti Verka-
mannafélagsins segði til um, en þegar ítrekaðar voru úkvarðanir
bæjarstjórnar, þá skoraði ég á verkamennina, sem þarna voru,
að neita einhuga og yfirgefa húsið. Við vorum ellefu, sem gengum
út, 40 verkamenn sátu eftir, það var erfitt að vera atvinnulaus
með örfátækt heimili og baráttan kannski vonlítil í þeirra augum,
en fundurinn leysist upp strax á eftir, bæjarstjórinn vissi, að þess-
ir ellefu menn fluttu boðskap samtakanna.
I umróti þeirra átaka, sem nú hófust, var stofnað verkalýðsfélag