Réttur - 01.01.1965, Side 34
34
RÉTTUR
líka að baráttuþreki og er ein merkasta kona íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar.
Verkfallsvarzlan var á Torfunefsbryggju, en hún var líka við
hvern glugga og hverjar dyr vinnandi fólks um allan bæ, þar var
vakað nótt og dag og fylgzt með öllum hreyfingum andstæðinganna.
I þessu verkfalli þurfti mikla þrautseigju og heita hugi.
Veturinn var óhlífinn í sínum framgangi, svo það var stundum
kalt á verðinum, og það gat verið erfitt að rífa sig upp á nóttunni
út í hríðina, þar sem svefntíminn var oft alltof skammur, flensan
lagði svo marga í rúmið.
í Verkalýðshúsinu við Strandgötuna voru margir fundir haldn-
ir þessa daga til að skýra gang deilunnar, húsfyllir var á hverjum
þessarra funda og við bar, að þangað komu gestir að ræða málin
og var þeim öllum vel tekið. Einn daginn kom t. d. menntaskóla-
kennari á fundinn og með honum 20 nemendur úr skólanum, kenn-
arinn yfirgaf húsið eftir að hann hafði sannfærzt um, að verkamenn
höfðu langsýnni sjónarmið en dægurbaráttuna eina og mundu
aldrei láta af kröfum sínum, aðeins einn sveinanna fylgdi honum
til dyra, hinir vildu fræðast meir um deiluna og sátu eftir í húsi
verkalýðsins og var það góðspá deilunnar. Alla daga var kröfu-
gangan troðin í vetrarsnjóinn, menn neituðu að lilýða rödd ýmsra
góðra borgara, sem töluðu um sátt á hálfan hlut, en höfðu þann
leiðarhnoða einan, sem stefndi að réttlæti í samskiptum manna,
en það fólk, sem nýgengið var undan kúgunarvendi aldanna, vissi
fullvel, að því aðeins ríkir það réttlæti, að fólkið standi saman í
haráttunni og sýni samtakamáttinn í verki.
í þessarri deilu kynntist ég félögum mínum nánar en áður og
her síðan til þeirra þann hlýhug, sem ekki verður frá mér íekinn.
Og aldrei hafði ég skilið svo vel, hvað forusta Kommúnistaflokks-
ins þýddi fyrir verkalýðshreyfinguna. Kúgararnir voru ekki leng-
ur einráðir. Og kannski hefi ég aldrei skilið betur en þá, hvaða
áhrif rússneska byltingin hafði á verkalýðsharátlu alls heimsins,
þegar áhrifanna gætti á þeim hjara veraldar, þar sem smáhær
klúkir í vetrarríki með verkfallsverði á klakastorkinni ]>ryggju
nótt og dag til að berjast fyrir rétllæti í veröldinni.
Ég hjó í yzta jaðri kaupstaðarins, það voru því engar slóðir að
rekja á morgnana, þegar ég lagði af stað á verkfallsvörðinn kl.
3 á hverjum morgni, stundum var náttmyrkrið þrúgað af snjókomu
og færðin var aldrei góð, en sú skylda, sem kallaði, var ofar ann-