Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 46
EYJÓLFUR ÁRNASON:
Fræðslustarf Sósíalistaflokksins
Morxisminn — leiðbeining i starfi
Marxisminn er vísindin um efnahagsþróun og lögmál þjóðfé-
lagsins. Hann er jafnframt leiðbeining í starfi og þeirri baráttu,
sem verkalýðsstéttin heyr til varnar lífskjörum sinum, fyrir bættri
afkomu og auknum réttindum, fyrir lýðræði í borgaralegu þjóð-
félagi, í frelsisbaráttu nýlenduþjóðanna, fyrir sigri og uppbygg-
ingu sósíalismans.
Þetta starf verður ekki innt af hendi með brjóstvitinu einu sam-
an né heldur leysir stéttvísin allan vanda. Þjóðfélagsfyrirbr.igðin
gerast æ flóknari og aðstæður margbreytilegri. Ekkert stendur i
stað, nýjar athuganir og nýtt mat þarf ávallt að vera í deiglunni,
ef móta á stjórnlist og baráttuaðferðir réttilega og með árangri
í samræmi við kröfur tímans. Til þess að þetta takist vel, þarf bæði
víðtæka þekkingu og sívakandi rannsókn. í þeirri þekkingu verð-
ur marxisminn að vera kjölfeslan og leiðarhnoð í öllum atbugunum
og ákvörðunum, án þess þó nokkurn tíma að verða trúarkredda
eða „reglur“, sem lærðar eru í þaula. Við þeirri hættu vöruðu
j)e:r Marx og Engels margsinnis og lögðu ríka áherzlu á, að fræð-
in yrðu að vera lifandi vísindi, sem tækju tillit til þróunarinnar,
en héldu ekki dauðahaldi í úreltar kennisetningar. Þau yrðu að
auðgast að nýjum viðhorfum, nýjum uppgötvunum og breyttum að-
stæðum. Þetta sjónarmið verður aldrei of oft brýnt fyrir Jieim,
sem hafa á bendi fræðslu um sósíalismann. Sé frá Jjeim vikið,
verða kreddulærdómar okkur fjötur um fót og jarðvegur fyrir
þröngsýni og afturhald í starfsaðferðum og skoðunum. Af því leið-
ir svo aftur einangrun frá verkalýðnum og öllum framsæknum
öflum í þjóðfélaginu.
Þá verða öll fræði marxismans dauðut' bókslafur ef J>au eru ekki