Réttur


Réttur - 01.01.1965, Side 49

Réttur - 01.01.1965, Side 49
R É T T U R 49 tugir — flestir á aldrinum milli tvítugs og þrítugs — og sem víðast að af landinu. Eg gæti hugsað mér námsefni á slíku sumarnám- skeiði í þessa átt: Marxisminn almennt, félagslegar og sögulegar rætur lians, höfundar, sem þjóðfélagsvísindi og heimsskoðun, söguleg efnishyggja. 2 Pólitísk hagfræði, imperíalisminn, átök tveggja heimskerfa, frelsisstríð nýlendnanna, lýðræðisbaráttan í auðvaldsþjóð- félagi. ^ Alþýðuvöld, efnahagskerfi sósíalismans og menningarmál, aðstöðumunur og tilbrigði í framkvæmd og uppbyggingu. A Sjálfstæðisbarátta Islendinga á síðari hluta 19. aldar og framan af þeirri tuttugustu, saga íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar og Sósíalistaflokksins. Cj Sósíalistaflokkurinn, stefnuskrá, lög og skipulag, fjöldasam- tök og samstarf við aðra flokka. Leið Islands til sósíalisma. ^ íslenzka auðvaldsþjóðfélagið, efnahagsleg og félagsfræðileg skilgreining, stéttabaráttan, menningarmál. ~J Stjórnarfar íslands, lög og stofnanir, félagsmál o. fl. g Fundarsköp, félagsstjórn og félagsstarfsemi almennt. Leiðbeiningar um samantekt talaðs og ritaðs máls og flutn- ineur. Höfuðþungann verður að leggja á innlendu efnin, en að öðru leyti þarf vitanlega að semja kennsluskrá miðað við þau viðfangs- efni, se:n eru mest aðkallandi og þá kennslukrafta og leiðbeinend- ur, sem flokkurinn hefur á að skipa hverju sinni. Það gildir jafnt um námskeið sem leshringa og aðra fræðslu, að fræðslan má ekki verða þurr „teóría“ um of eða eingöngu „pólitískur“ lestur. Hún verður að vera lifandi og aðlaðandi og hér þarf margt að fylgjast að, fræðsla og umræður um bókmenntir, listir, vísindi, allskonar menningarmál o. fl. Við þurfum að auka og bæta okkar fræðslustarf. Ungir sem gamlir í okkar samtökum þurfa að tileinka sér betur fræðikenn- ingar sósíalismans, gera þær að lifandi Jeiðbeiningum í flokksstarf- inu og láta þær verða sjálfum sér og öðrum örvun til starfa.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.