Réttur


Réttur - 01.01.1970, Síða 3

Réttur - 01.01.1970, Síða 3
fleiri fyrirvinnur en fjölskylduföðurinn ein- an. Þá var einnig mikið um yfirborganir á laun í flestum greinum atvinnulífsins. Minnkandi kaupmáttur launa varð ekki eins sár og tilfinnanlegur í þessu ástandi og síðar varð. Meðaltekjur einstaklinga og fjölskyldna voru góðar yfir árið og flestir unglingar, sem áhuga höfðu, áttu þess kost að sækja skóla fjárhagsins vegna. Með síaukinni vinnu, meðan á síldarævin- týrinu stóð, lengdist vinnutími manna til muna og að sama skapi styttist sá tími, sem þeir gátu fórnað hagsmunasamtökum sínum. Fundarsókn varð léleg og tengslin miili einstaklinganna og félagsins minnkuðu. Með yfirborgununum rofnuðu einnig hags- mnnatengsl félaganna. Menn innan sömn starfsgreinar og í sama félagi voru ekki leng- ur á sömu kjörum. Yfirborganir voru mismiklar hjá hinum ýrnsu starfsgreinum og öfund og skilnings- leysi tóku að einkenna samskipti verkalýðs- félaga og starfsgreina. I jæssu ástandi voru öll ytri skilyrði fyrir hendi til að halda uppi kaupmætti samn- ingsbundins kaups, eftirspurn eftir vinnuafli og tekjur fólks yfirleitt góðar. Það sem skorti, var skilningur og samstaða launafólksins sjálfs og kannski ekki óeðlilegt. Arstekjur góðar og yfirborganir stundum meiri en það kaup, sem krafizt var. Og það sem efalaust réði miklu, afborgunarkerfin, sem gerðu fólki kleift að eignast húsgögn og heimilistæki og sitthvað fleira með jöfnum gteiðslum á löngum tíma. Þeir voru margir, sem bundu sig á þann klafa og fyrir þeim var verkfall það sama og að missa þessa hluti. A þessum árum varð einnig sú atvinnu- þróun, sem var fyrirboði þess sem kom. Skipulegri uppbyggingu atvinnulífsins var hætt. Hið óhefta frjálsa fjármagn leitaði í þær atvinnugreinar, sem skiluðu skjótustum gróða. Á höfuðborgarsvæðinu sótti fjármagnið einkum í verzlun, þar sem gróði var mikill og fyrirhafnarlítill og í byggingariðnað, þar sem reikna mátti með, að gróðinn væri geng- istryggður. Allar tegundir af verzlun og almennri þjónustu gáfu góðan arð og drógu því fjár- magn, hugvit og vinnuafl frá framleiðslu- atvi nnuvegunum. Það var illmögulegt að byggja svo vitlaust og óhagkvæmt að ekki væri hægt að selja það aftur með miklum hagnaði. Fyrirtæki og einstaklingar byggðu fyrir hagnað og væntanlegan hagnað af síldarævintýrinu og fyrir verzlunargróðann. Það gekk yfir hreint byggingaræði, steinsteypan varð gullfótur íslenzku krónunnar. SAMNINGARNIR V I Ð RÍKISVALDIÐ Þegar fundarsókn fór að minnka í stéttar- félögunum, áttu forystumenn þeirra erfitt með að leita sér halds og trausts hjá hinuin almenna félaga. Þeir stóðu að meira eða minna leyti einir og það tók að móta stefnu þeirra. Verkalýðshreyfingin sveigði stefnu sína í æ ríkara mæli að beinum samningum við ríkisvaldið, sem jafnan stóð traustan vörð um hagsmuni atvinnurekenda. Samið var um, að vísitölutryggja laun á nýjan leik, en vísitölutrygginguna hafði við- reisnarstjórnin látið verða sitt fyrsta verk að afnema. Gegn vísitölutryggingunni féllst 3

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.