Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 18
Svavar Gestsson um að koma á hér á íslandi. Því lengur sem það dregst þeim mun háskalegra fyrir okk- ur. Gífurlegir möguleikar Möguleikarnir eru svo gífurlegir á íslandi: Ég ætla aðeins að nefna örfá dæmi um það sem við gætum sparað með því að framleiða hér í landinu og þar með um leið aukið at- vinnuna. Þessi dæmi sýna um ieið hvernig viðskiptapólitík viðreisnarinnar hefur leikið okkur: 1. A hverju ári greiða Islendingar miljóna- tugi fyrir erlend leiguskip til fragtflutninga. Við gætum sparað þessa miljónatugi og unn- ið okkur inn nýja með því að eiga nægilega stóran fragtskipaflota sjálfir. 2. Við eyðum miljónatugum árlega í skipa- 18 viðgerðir erlendis. Þessa miljónatugi mætti spara og afla nýrra — jafnvel hundruða milj- óna — með því að taka allar skipaviðgerðirn- ar inn í landið. Það væri unnt með því að koma upp þurrkví í Reykjavík sem gæti tekið upp stór millilandaskip innlend og erlend til viðgerðar. 3. Hingað flytjum við árlega veiðarfæri fyrir hundruð miljóna. Hví ekki að spara þessar upphæðir með því að koma hér á landi upp fullkominni veiðarfæragerð jafn- vel í samvinnu við japanska aðila. Sama út- koman hér: Sparnaður og hreinar auknar tekjur. 4. Af hverju framleiðum við ekki hér í landinu meira af þeim húsgögnum sem við notum? Hvers vegna að leggja niður hús- gagnaverkstæði til þess að breyta þeim í inn- flutningsskrifstofur? 5. Af hverju saumum við ekki meira af þeim fatnaði sem við þurfum á að halda? Af hverju hefur þeirri vinnufatagerð sem saumaði föt á flesta erfiðismenn á Islandi fyrir nokkrum áratugum nú verið breytt í innflutningsmusteri? 6. Af hverju flytja íslendingar inn niður- soðinn fisk frá Japan, Portúgal, Bandaríkj- unum? Þarna eru upphæðir sem sjálfsagt skipta miljónum. Ég skal telja upp fyrir þér möguleika til framleiðsluaukningar, til sparnaðar á gjald- eyri og til gjaldeyrissköpunar, til atvinnu- aukningar og til hærri launa. Ég gæti setið við og tínt til ýmislegt fram eftir degi, en forsenda þess að möguleikar þessir séu hag- nýttir er ný stjórnarstefna. AS bera út börn — Og svo Jíýr launajólk úr landinu, van- trúað á landið og möguleika þess, svartsýn- in magnast dag Jrá degi í atvinnuleysi og J

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.