Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 32

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 32
málum okkar tíma. Þessi staðreynd skelfir ráðamenn og íhaldssinnaða borgara. Náms- fólk bendir á vankanta aflóga skólakerfis, gerist afskiptasamt um þjóðfélagsmál og hvet- ur til ýmiss konar umbóta, sem ganga í ber- högg við núverandi kerfi hinna stöðnuðu stjórnmála. Aðgerðir þessa fólks eru venju- lega friðsamlegar en ákveðnar og kröfur sanngjarnar um aðkallandi verkefni. Helztu vopnin, sem nomð eru gegn álagi þessara hreyfinga, eru að beita lögreglu, koma af stað óeirðum og hneppa mótmælendur í varðhald, gera mikið úr rósmrsömu sálarlífi aéskufólks eða gera grýlu úr ákveðnum hóp- um af þessu tagi og kenna síðan allar aðgerð- ir við þá. Þetta gengur inn í almenning og varpar skugga á raunverulegan málstað mót- mælenda. Hér á landi hefur lítið kveðið að áhrifum ungs fólks í þjóðfélaginu, enda flestar hreyf- ingar úr þeirri átt kveðnar niður með fyrr- greindum aðferðum. Skal hér tckið nýlegt dæmi mótmæla af hálfu skólafólks og raktir málavextir til fróð- leiks og íhugunar. Aðgerðir skólafólks í kvennaskólamálinu margumrædda urðu gífurlegt uppblásmrsefni. fjölmiðla og manna á milli og vökm almenna hneykslun. Ymsir sýndu þó unglingunum umburðarlyndi og enn aðrir virtu þessi „gönuhlaup" ekki viðlits. Vart örlaði á skyn- semi í viðhorfum fjölda fólks gagnvart and- ófi þessu. Verður nú gerð grein fyrir aðdraganda þessara mótmælaaðgerða með því að líta á málið í heild. Frumvarp um stofnun kvennamenntaskóla liggur fyrir alþingi. Skál sá vera í framhaldi af eina kvennagagnfræðaskólanum hér í borg og taka inn um fimmtán stúlkur ár- lega. Eftir aðra „umræðu" í neðri deild fór atkvæðagreiðsla þingmanna á þá leið, að 25 gegn 9 lýstu sig fylgjandi frumvarpinu, þrátt fyrir eftirtaldar staðreyndir. Nú þegar standa tveir fullgildir mennta- skólar við Tjörnina í Reykjavík. Aftur á móti er gífurleg þörf fyrir menntaskóla úti um landið. Húsnæði skólans er löngu orðið of þröngt fyrir núverandi starfsemi þar. Þetta er líka gamalt timburhús og þar af leiðandi ófull- komið sem skólahúsnæði. Þarna þyrfti að minnsta kosti miklar viðbyggingar og end- urbætur á því sem fyrir er. Er líklegt að fjár- munum til þess arna yrði betur varið á ann- an hátt í okkar fátæka þjóðfélagi. Kvennaskólinn ætti sízt allra gagnfræða- skóla hér að fá réttindi til framhaldskennslu vegna þess að hann er sérskóli. Það er við- urkennt, að sérskólar kynjanna eru uppeldis- lega óhollir unglingum á gagnfræðaskóla- stigi. Varðandi hina miklu aðsókn að skól- anum er það að segja, að það þykir fínt að fara í Kvennaskólann. Það væri því ekki úr vegi að leggja skólann niður. Auk þess stuðlar frumvarpið að misrétti kvenna og karla á menntabrautum hér. Reynt hefur verið að benda á þörf fyrir stofnun hins nýja menntaskóla. Helztu rök- semdir í þá átt eiga nokkuð sammerkt með orðum Guðrúnar skólastýru í Mbl. 17. febrú- ar, þar er hún spurð álits í því sambandi. „Hvers vegna telur þú, að skólinn eigi að fá heimild til að brautskrá stúdenta?" „I fyrsta lagi er hverri menntastofnun nauðsynlegt að fylgjast með kröfum tímans. Sífellt fleiri störf í þjóðfélaginu krefjast stúd- entsprófs sem undirstöðumenntunar eða þá að stúdentar eru látnir sitja fyrir við vinnu og nám." Þetta er alveg rétt, en það er ekki þar með sagt, að veita eigi einum gagnfræðaskóla rétt til að útskrifa stúdenta. „I ^ru lagi tel ég hér opnast nýja náms- J 32

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.