Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 28
fordómar sem við viljum einmitt berjast gegn. Verkamannafélagar í miðstjórn eiga eink- um að koma úr hópi þeirra sem hafa unnið sig upp í stöður sovétstarfsmanna síðusm fimm ár og fremur teljast til óbreyttra verka- manna og bænda, en fylla þó hvorki bein- línis né óbeinlínis flokk arðræningja. Ég hygg að slíkir verkamenn, sem viðstaddir eru alía fundi miðstjórnar og framkvæmdanefndar og lesa öll skjöl miðstjórnar, geti myndað kjarna dyggra stuðningsmanna sovétskipulagsins sem í fyrsta lagi séu færir um að gera mið- stjórnina sjálfa stöðugri í sessi og í öðru lagi að stuðla að raunverulegri endurnýjun og endurbót stjórnkerfisins. 26. desember 1922. Skýringar: Flokksfélagarnir, sem Lenín nefndi sem foringja- efni: Trotskí og Stalín þarf ekki að kynna. Sínovjév er fæddur 1883. Flokksfélagi frá 1901, tók afstöðu með Bolshivikkunum 1903. Náinn sam- starfsmaður Leníns. Var forseti Alþjóðasambands kommúnista 1919—1926. Hafði fyrst eftir dauða Leníns náið samstarf við Stalín, en frá 1926 við Trotskí. Rekinn úr flokknum 1927, tekinn inn aftur 1928, rekinn á ný 1932, tekinn inn á ný 1933. Dæmdur í 10 ára fangelsi eftir Kirov-morðið 1934. Tekinn af lifi eftir málaferlin 1936. Kamenev er fæddur 1883. Gekk í flokkinn 1901. Tók afstöðu með Bolshevíkkum. Fangelsaður og útlægur 1902, aftur 1908, og enn 1914. I fangabúð- um í Síberiu til 1917. Gegndi mikilvægum störfum í Sovétstjórn og forustu flokksins. Var með Staiín fyrst eftir dauða Leníns, frá 1926 með Trotskí. Rekinn 1927 og tekinn inn aftur siðar o. s. frv. Dæmdur með Sinovjev 1934. Tekinn af lífi eftir málaferlin 1936. Bucharin er fæddur 1888. Gekk í Bolshevikka- flokkinn 1906. Tekinn fastur 1910, í fangelsi, síðan fangabúðum í Síberíu unz honum tókst að strjúka 1911 til Þýzkalands. Kynntist Lenín 1912, starfar við blöð flokksins. i flokksforustuna 1917. Einn helzti hugsuður og rithöfundur flokksins. Oft rit- stjóri Pravda. Formaður Alþjóðasambands komm- únista 1926—28. Deilur við Stalin 1928. Gekk á ýmsu, en 1935 formaður stjórnarskrárnefndar og ritstjóri Pravda. Tekinn af lífi eftir málaferlin 1938. Pjatakov er fæddur 1890. Gekk í flokkinn 1910. Rekinn frá háskólanum í Moskvu 1910 vegna sósi- alistisks undirróðurs. 1913 í fangelsi, strauk til út- landa, tók þátt í flokksþinginu í Bern. i miðstjórn frá 1921. Hafði mörg ábyrgðarstörf á hendi. For- sætisráðherra Ukraínu 1917. Ágætur herforingi. Forystumaður á efnahagssviðinu við uppbygging- una. Aðalbankastjóri Seðlabankans. Rekinn sem trotskisti 1927, tekinn inn aftur. Eftir málaferlin 1937 var hann tekinn af lífi. Ordsjónikidse, en Pjata- kov var varamaður hans sem þjóðfulltrúi þungaiðn- aðar, framdi sjálfsmorð eftir dóminn yfir Pjatakov. Myndir þær, sem fylgja þessari grein, fyrir utan myndirnar af Lenín, Trotski og Stalín, eru fengnar úr eftirfarandi bókum: Teikningarnar af Kamenev, Sinovjev og Bucharin eru eftir rússneska málarann Brodski, úr teikninga- bók af fulltrúum á 2. heimsþingi Alþjóðasambands kommúnista 1920. Myndin af Pjatakov er úr hóp- mynd af uppreisnarnefndinni í Kiev 1918 úr ,,lllu- strierte Geschichte des Burgerkrieges in Russland 1917—1921", Berlín 1929, og stóra myndin á bls. 23 er úr bók Henri Guilbeaux: Lenin. 1923. 28

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.