Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 17

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 17
gerir almenningur sér gleggri grein fyrir þörfinni á nýrri stjórnarstefnu. Ein afleiðinganna af stjórnarfarinu hér getur orðið sú, að íslenzkir verkamenn smíði skip fyrir Islendinga erlendis. Hundruð verkamanna og iðnaðarmanna hafa á síð- ustu árum flúið land, til lengri eða skemmri tíma og sumir þeirra vinna við skipasmíðar. A sama tíma vantar okkur skip, skipasmíða- stöðvarnar vantar trygg verkefni og sjá allir af þessu dæmi hver hringavitleysan er. Vit- leysan kemur líka fram í því, þegar þannig er farið með gjaldeyrinn t.d. að Utvegsbank- inn — ríkisbanki — hefur um það forustu að flytja hingað inn granít frá Spáni, eða tnarmara frá Sikiley. Einkaframtakið hefur fengið að ráðskast nieð fjármunina í verzlun og alls lconar milli- Hði. Fjármagnið hefur verið tekið úr fram- leiðslunni yfir í þessa milliliðistarfsemi í gegnum bankakerfið og pólitískar ráðstafan- ir. Og ofan á þetta bætist happa- og glappa- aðferðin: Þrjú frystihús með stuttu millibili, þar sem ekki er rekstrargrundvöllur nenva fyrir eitt, þrjár verzlanir við sömu götuna, um 10 bankar og bankaútibú við aðalverzl- unargötur Reykjavíkur. I ákveðinni grein neyzluvöruiðnaðar eru kannski 10 fyrirtæki þar sem tvö væri kappnóg. Þetta handahóf leiðir svo af sér allskonar vandkvæði sem hver maður sér í hendi sér. Mörg frystihús: Erfiðari rekstur, lakara kaup. — Margar verzlanir: Hærri álagningu, rýrnun kaup- niáttar o. s. frv. íslendingar geta aldrei viðhaldið og varð- veitt sjálfstæði sitt með happa- og glappa- stefnu. Hér verður að skipuleggja fjárfest- ■nguna, taka upp áætlanagerð um það sem gera ber. Nota fjármagnið eftir því, hvar þörfin er mest. Nota gjaldeyrinn sem bezt. Jákvæð áætlunarstefna er það sem við þurf- 17

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.