Réttur


Réttur - 01.01.1970, Qupperneq 22

Réttur - 01.01.1970, Qupperneq 22
„Jeg er neyddur til að fara fram á brottför mina úr miðstjórninni, sem jeg hérmeð geri, og áskilja mér frelsi til áróðurs í lægri flokkssamtökunum og á flokksþinginu." (Leturbr. Leníns. Tilvitnun í „Die Krise ist herangereift". Safnrit á þýzku, 26. bindi, bls. 67.). Því hlaut höfuðatriðið að vera að vanda sam- setningu miðstjórnarinnar, tryggja mannval þrosk- aðra, sjólfstætt hugsandi flokksfélaga, sem sam- eiginlega gætu metið málin frá mörgum hliðum og komist að réttri niðurstöðu án þess ofstæki, persónulegur metnaður eða klíkubarátta um völd hefði þar áhrif á. — Og jafnframt varð að tryggja flokksfélögunum þann rétt til okírskotunar til flokks- heildarinnar, sem Lenín áskildi sjálfum sér í ofan- greindu bréfi. — Það var því greinilegt að Lenín hafði trú á að rétt stefna myndi sigra, ef skír- skotað væri til flokksins og frjálsar umræður færu þar fram, eftir að miðstjórnarmeirihluti hefði tekið ranga ákvörðun. Þegar Lenín, þann 23.—26. des. 1922 lætur skrifa það bréf, sem hér er birt á eftir til komandi 'flokksþings, er það auðsjéanlega tvennt, sem hann hefur í huga, er tryggt geti frá hans sjónar- miði að flokknum yrði stjórnað rétt áfram. I fyrsta lagi að fjölga stórum í miðstjórninni, frá 50—100 menn beint úr verkamannastéttinni, sem áfram séu í stöðugum og lifandi tengslum við hana, m.a. með eigin vinnu þar. Þar með átti að vinna gegn hættunni af embættismannaveldi, tryggja tök verkalýðsins á sjálfu ríkisvaldinu, stjórnartækinu, og koma í veg fyrir spillingu eða ofmetnað þeirra, er þangað eru settir, og vinna gegn áhrifum þeirra gömlu keisaralegu embættismanna, er bolshevíkk- arnir höfðu neyðst til að hagnýta. Lenín virtist hafa trú á að einmitt þessir beztu fulltrúar verkamanna- stéttarinnar sjálfrar létu ekki villa sér sýn, létu ekki neinar valdaklíkur stjórna sér, heldur bæru gæfu til þess sjálfstætt, er þeir hefðu kynnt sér málavexti alhliða, að taka hinar réttu ákvarðanir. —- Og það er ótvírætt að er til lengdar lætur verð- ur framtíð hvers sósíalistísks flokks undír slíku mannvali hans komið, ef það mannval veldur marx- ismanum sem vísindalegu vopni til skilgreiningar á aðstæðum og ákvörðunar á aðferðum, fær að þroskast frjálst og móta stefnu sína sjálfstætt. ( öðru lagi skerpir Lenin fyrir flokknum lífsnauð- syn samheldninnar. Hann sér klofningshættuna, álítur nauðsynlegt að halda flokknum saman, þrátt fyrir ágreining og skoðanamun, og treystir ekki síst hinum nýju verkalýðsfulltrúum til þess. Hann brýnir fyrir flokknum hættuna á ofstæki, nauðsyn á því að voldugasti maður flokksins, aðalritarinn, sé umburðarlyndari en Stalín og varar við því, sem af persónulegum ágreiningi Trotskís og Sta- líns geti leitt. — En hann treystir sér ekki til að benda örugglega á einn úr hópnum, er tekið geti við. Það brást ýmlslegt af því, sem Lenín gerði sér vonir um i þessu bréfi, „erfðaskránni". Sjálf var hún ekki birt opinberlega fyrr en 1956 á dögum Krústjoffs. Klofningnum varð ekki afstýrt. Hann var framkvæmdur með hörku og síðar meir blindu of- stæki sem leiddi til sorgleikja þeirra málaferla þar sem beztu samstarfsmenn Lenins voru dregnir fyrir dóm og drepnir. En því dýrmætasta var bjargað. Voldugasta stórvirki Leníns, flokksins og fólksins, Sovétrikin sjálf, lifðu, unnu sín afrek, gerðust ann- að mesta iðnaðar- og vísindaveldi heims, sigruð- ust á fasismanum í voðalegustu styrjöld allra tíma, lögðu grundvöll að sósíalismanum, — en allt með margfalt meiri og sárari fórnum en þurfti, ef rétt hefði verið að farið. En „erfðaskrá" Leníns á alltaf erindi til allra sósíalista heims, jafnt þeirra, sem þegar eru við völd sem hinna er berjast fyrir að ná þeim. Ein- ingarboðskapurinn á ekki sizt erindi til þeirra vold- ugustu nú. Alltaf vofa þær hættur yfir, er Lenín varaði við: hætta á embættismenskunni, hvar sem hreyfing verður voldug og sterk, — hætta á ofstæki og skorti á umburðarlyndi, einkum þegar rikisvaldið er I höndum flokksins, — hættan á klofningi í röðum þeirrar hreyfingar er ábyrgðina ber á baráttu og sigri alþýðunnar. Og þótt slíkir afburða foringjar sem Lenín var geti um tíma afstýrt öllum slíkum hættum í krafti yfirburða sinna, þá verður flokki alþýðunnar aldrei til lengdar bjargað á þann hátt frá hættum þessum, þó slíkt geti stundum komið honum yfir örðugasta hjallann. Er til lengdar lætur verður það að afstýra slíkum hættum að vera verk alþýðunnar sjálfrar, fjöldans sjálfs, hins bezta, sem til er í röðum hinnar vinnandi stéttar sjálfrar. Því eiga áhyggjur Leníns í þessum efnum og h'n almennu ráð hans ætíð erindi til allra þeirra, er berjast fyrir sósíalismanum. Það er verkefni fyrir alla sósíalista að vinna að því að láta rætast vonir hans um virka forystu verkalýðsins sjálfs í sósíal- istískum samtökum hans, um eininguna í hverjum 22

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.