Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 36
ERLEND VÍÐSJÁ wsm —rff SNÝKJULÍFSAÐSTAÐA AMERISKRAR YFIRSTÉTTAR Það er trú margra að Bandaríkin byggi góða (en ójafna) afkomu sína á tækni sinni, sem er rétt, — og á auðæfum landsins, en hið síðara er ekki lengur rétt. Bandaríkin eiga nú velmegun sína í vaxandi mæli undir því að ræna auðæfum annarra bióða og arðræna þær með háum vöxtum og lágu verði af- urða og vinnu. Þessvegna keppist auðvald Bandaríkjanna við að ná tökum á öðrum löndum fjárhagslega og hernaðarlega. At- hugum nokkrar tölur í því sambandi: Bandaríkin eiga voldugasta alumíníum- iðnað heims, framleiða 45% af alúmínmálmi heimsins og nota það svo að segja allt heima fyrir (nema 9%, jafngildi 313 þús. smálesta). En Bandaríkin er fátækt af bauxit, sem alu- mínium er unnið úr. 88% af því alumínium, sem þau nota er unnið úr innfluttu hráefni. Og bauxitnámur Bandaríkjanna geyma að- eins 32 miljónir smálesta. Þessvegna reynir bandaríska auðvaldið að klófesta bauxitnám- ur erlendis: I Guyana eru 65 miljónir smá- lesta af bauxit í jörðu, — þær skal klófesta. Þessvegna m.a. steypti CIA — leyniþjónusta Bandaríkjanna — alþýðustjórn Jagans þar. — I Jamaica eru 320 miljónir smálesta af bauxit, í Surinam 50 miljónir, í Brasilíu 200 miljónir, — í öllum þessum löndum herða Bandaríkin tök sín. — I Ghana og Indónesíu 36 eru miklar bauxit-námur. Þar var róttækum stjórnum steypt amerísku auðvaldi til óbland- innar ánægju — og opnað fyrir erlent auð- vald. — Það má að lokum minna á að alu- minhringurinn bandaríski (Alcoa) og hið kanadiska útibú hans (Alcoa) sem annast heimsviðskiptin, er einn sterkasti auðhringur heims.* Bandaríkin nota 40% af nikkel-fram- leiðslu heims, en framleiða aðeins 3%. Löng- um fengu þau nikkel frá Kanada, en banda- rískt auðvald á 60% af iðnaði Kanada og ræður 60% af utanríkisverzlun þess lands. Arið 1954 framleiddi Kanada t.d. 145 þús. smálestir af þeim 185 þús. smálestum nikk- els, sem framleiddar voru þá í heiminum. En nikkelnámur Kanada geyma aðeins 4 miljónir smálesta. — Hinsvegar hafa nikkel- námur Kúbu 24 miljónir smálesta að geyma. Þær ætlaði auðvald Bandaríkjanna sér sem varabirgðir, þegar búið væri að þurrausa námur Kanada. En svo kom byltingin á Kúbu. I æ ríkara mæli þurfa Bandaríkin að flytja inn frá öðrum löndum hráefni fyrir stór- iðju sína, en gleypa í vaxandi mæli allt * Nánar má lesa um amerisku heimsvaldastefn- una í 1. hefti Réttar 1968 („Pax Americana"). Svo er og um hana ágæt kylja eftir David Horovitz: „Bandaríkin og þriðji heimurinn". Um alúmínhring- ana má lesa grein í Rétti 1964, bls. 58—64. — Frá Guyana og baráttu Jagans er sagt nokkuð i Rétti 1967 bls. 179—180. i

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.