Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 26
Stalin Trotski Kamenev sem eflaust er gæddur mikilli viljafestu og frábærum hæfileikum. En hann hefur alltof sterkar tilhneigingar til stjórnunar og stjórn- unaraðgerða til þess að hægt sé að reiða sig á hann í alvarlegum pólitískum málum. Auðvitað eiga þessar athugasemdir mínar aðeins við nútíðiná og í því tilviki að hvor- ugur þessara frammúrskarandi og dyggu starfsmanna sæju ástæðu til að auka þekk- ingu sína og yfirvinna takmarkanir sínar. 25. desember 1922. Viðbót við bréfið frá 24. desember 1922. Stalín er of grófur og þann ágalla, sem hægt er að afbera okkar á meðal og í við- skiptum okkar kommúnista, er ekki hægt að / þola af manni í aðalritarastöðu. Eg sting þessvegna upp á því við félagana að þeir íhugi hvernig leysa megi Stalín frá starfi og setja einhvern annan í þessa stöðu, er aðeins hafi einn kost er greini hann að öllu leyti frá félaga Stalín, nefnilega að hann sé umburð- arlyndari, dyggari, kurteisari og ekki eins duttlungafullur gagnvart félögunum. Virzt gæti að þetta sé áfar smávægilegt atriði. Eg held þó, ef um er að ræða að forðast klofning og ef litið er á afstöðu Stalíns og Trotskís hvors til annars sem ég hef lýst hér að fram- an, að þetta sé ekki smáatriði eða þá þess- konar smáatriði sem öðlazt getur úrslitaþýð- ingu. 4. janúar 1923- III Framhald uppskriftanna. 26. desember 1922. Fjölgun miðstjórnarmanna upp í 50 eða jafnvel 100 á að mínu viti að hafa tvenns- konar eða jafnvel þrennskonar tilgang: því fleiri sem eru í miðstjórninni þeim mun fleiri fá skólun í starfi miðstjórnarinnar og þeim mun minni verður hættan á klofningi vegna einhverrar óvarkárni. Þátttaka margra verka- 26

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.