Réttur


Réttur - 01.01.1970, Page 5

Réttur - 01.01.1970, Page 5
mgarmikil mál, svo sem uppsögn samninga, boðun verkfalla og við gerð nýrra samninga, telzt það í flestum félögum góð fundarsókn, ef 1/6—1/4 af fullgildum félögum mætir. tengslin Gildi verkalýðsfélags fyrir einstaklinginn er annað í dag, heldur en það var, þegar verka- lýðsfélagið og fundir þess fylltu það rúm hjá einstaklingunum, sem útvarp, sjónvarp, kvik- •nyndahús og leikhús gera nú. Það skiptir einnig máli, að félögin reyna ætíð að laga og laða einstaklinginn að því skipulagi, sem það hefur á fundum sínum, ekki að breyta fundarforminu, til þess að auka raunverulega þátttöku fundarmanna í skoðanamyndun fundarins. Það mun vera reynsla nær allra félaga, að á fundum þeirra eru það ætíð sömu menn- irnir sem tala. Það er þröngur og fámennur hópur, sem urótar og myndar skoðanir fundarins. Þáttur hins almenna fundarmanns, er sá einn að hlýða á boðskap þessara manna og taka síð- an afstöðu með einum, móti öðrum. Sjálfstætt mat á vandamálunum á erfitt uppdráttar undir slíkum kringumstæðum. Starfsemi verkalýðsfélaga þ.e.a.s. skrifstofa Nirra, fær stöðugt á sig meiri blæ af stofn- un. Sjúkrasjóðir, lífeyrissjóðir, atvinnuleysis- sjóðir og aðrar tryggingar, sem félögin hafa Samið um á liðnum árum, gera starfsemi þeirra æ meir og meir að almennri skrifstofu- Vlnnu, slitinni úr tengslum við réttindabar- attu launþega. Störf félaganna úti á vinnustöðum og sam- band þeirra við hina einstöku félaga í þeirra daglega striti og starfi, er lítið og fer því mið- ur minnkandi. Samband hins almenna félaga við félags- forustu og skrifstofu er með líkum blæ og samband hans við sjúkrasamlagið eða borg- arfógetaskrifstofuna. Oll þau verkalýðsfélög, sem ég þekki til, hafa ónógum starfskröftum á að skipa. Starf- semin er orðin það yfirgripsmikil að sjálf- boðastarf hrekkur hvergi nærri til. Fjölmörg störf, sem unnin eru fyrir félögin krefjast af þeim, sem þau vinnur talsvert mikillar þekk- ingar á málefnum félagsins og verkalýðs- hreyfingarinnar. Það nægir ekki lengur eins og nægði áður, að menn séu sæmilega greindir, hafi skiln- ing á kjörum og högum hins vinnandi manns og sjái óréttlætið í þjóðfélaginu til að vera fullgildur á vettvangi félagsmálanna. Þau eru að mjög verulegu leyti og að öllu ráðandi leyti í höndum manna, sem hafa sér- hæft sig í þeim málum. Þeim sérhæfðu hættir mjög oft við að treysta engum utan hins þrönga hóps hinna sérhæfðu fyrir neinu verkefni, sem hefur verulega þýðingu eða er vandasamt að þeirra mati. Af þessu leiðir, að þeir hlaða sjálfa sig störfum langt fram yfir það, sem þeir geta annað, eru stöðugt þreyttir og spenntir, drag- andi á eftir sér halann af hálf eða óunnum verkefnum. Þeim hættir því mjög við að kjósa auðveldustu leiðina í hverjum vanda, þó hún sé ekki sú bezta. Þetta leiðir það einnig af sér að sjálf- sögðu, að sjálfboðaliðum í félagsstörfum fækkar. Áhuginn hlýtur að dvína, fái menn ekki að spreyta sig á raunverulegum við- fangsefnum. Allt þetta orsakar það, að bil myndast á milli hins almenna félaga og forystu félags- ins eða skrifstofu. 5 L

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.