Réttur


Réttur - 01.01.1970, Qupperneq 29

Réttur - 01.01.1970, Qupperneq 29
RADDIR SKÓLAÆSKUNNAR GESTUR GUÐMUNDSSON : M E NNTASKÓLI N N í REYKJAVÍK Menntaskólinn í Reykjavík er safngripur. Helzta skólahúsið er sögufrægur safngripur, við hverja flís í veggjum þess er tengdur sögulegur atburður, margir kennarar munu sóma sér bezt í glerkassa á þjóðminjasafni. betta er í sjálfu sér ósköp saklaust, en gefur „Réttur" birti í þriðja hefti siðasta árgangs greinar um háskólamálin. Hér á eftir fara nú þrjár greinar ungs fólks um menntaskóla- mál: Gestur Guðmundsson, nemandi i Mentaskólanum gamla i Reykjavik, skrifar um hann; Guðrún Erlendsdóttir, sem nemur nú i fóstruskólanum ritar um kvennaskóla- málið og Stefán Unnsteinsson, sem nú er við nám erlendis, ritar almennar hugleiðing- ar um þessi mál, einkum i sambandi við nýja menntaskólafrumvarpið. þó ofurlitla vísbendingu um það sem verra er: sjálfir kennsluhættirnir eru sem safngrip- ir. Allar umræður um skólamál, a.m.k. meðal „ríkra þjóða” eiga sitt inntak í tveim megin- stefnum um tilgang menntunar, hvort hún eigi að þjóna hugsmunum þjóðarheildar og sókn til betra lífs eða forréttindastétta og síauknu kverkataki þeirra á mannlegu lífi. Samfara örri þróun til þjóðfélags einnar víddar þar sem nær sérhver einstaklingur er orðinn of ánetjaður kerfinu til að geta gert sér grein fyrir göllum þess, eykst sífellt þörf þess, að menntamenn tileinki sér skarpari þjóð- félagssýn. Einnig hefur máttur menntamanna vaxið svo hröðum skrefum, að nauðsynlegt hlýtur að teljast að þeir reyni að gera sér ljósa grein fyrir þjóðfélagslegu samhengi, en lúti ekki sífellt vilja misjafnlega ráðvandra stjórnmálamanna. Þannig stefnir allt að því að góð menntun feli engu síður í sér félags- lega þroskaleit en staðreyndasöfnun. Því ber að leggja áherzlu á, að námsmaður temji sér vísindalegar og sjálfstæðar aðferðir og mat, geri sér grein fyrir samsetningu þjóðfélagsins og sé gæddur sjálfstæðri hugsun, virkni í sam- vinnu og þori að gagnrýna. Þessi atriði miða öll að því að menntamað- urinn sé fær um að framkvæma sjálfstætt mat á starfi sínu og umhverfi. Um það hirða 29

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.