Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 37

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 37
sjálf, flytja aðeins út 5% af þjóðarframleiðsl- unni. Bandaríkin flytja inn 34 prósent af járn- málminum, sem þau nota, 88 prós. af baux- íti, 92 prós. af nikkel, 99 prós. af mangan, 11 prós. af krómi, 25 prós. af tungsten, 21 prós. af kopar, 44 prós. af sinki, 28 prós. af blýi, 66 prós. af tini, 14 prós. af olíu, 85 prós. af asbesti, 100 prós. af náttúrugúmmíi og kaffi, kakó og banönum, 40 prós. af sykri o. s. frv. Væru Bandaríkin svipt þess- um innflutningi, kæmist iðnaður þeirra á heljarþröm. Bandaríkin eru því háðari þessum hrá- efnalindum sem þau nota meira af þessum hráefnum en aðrar þjóðir. Bandaríkjaþjóðin er aðeins 6 prósent af íbúum heims, en hún notar 33 prós. af bauxíti heimsins, 40 prós. af nikkelnum, 36 af króminu, 41 prós. af tini, 23 prós. af sínki, 50 prós. af kaffinu o. s. frv. Þannig notar einn seytjándi hluti mannkynsins, íbúar Bandaríkjanna, fjórðung, þriðjung, allt upp í helming af hráefnum jarðar, sem engin þjóð getur verið án. — Þessi ofgnótt, sem Bandaríkin sölsa undir sig, skapar svo skortinn hjá öðrum. Forystumönnum Bandaríkjanna er ljóst að sníkjulífsafstaða yfirstéttarríkisins ameríska byggist á ráni á lífsnauðsynjum annarra þjóða. Lyndon B. Johnson sagði eitt sinn.: >,Ef allir í heiminum ættu að hafa sömu lífs- afkomu og íbúar Bandaríkjanna, þá yrði að framleiða á ári 20 miljarða smálesta af járni, 300 miljónir smálesta af kopar, 300 miljón- ir smálesta af blýi og 200 miljónir smálesta af sínki. Þetta er hundraðföld ársframleiðsla heimsins nú." — En allar birgðir þrjóta um síðir. Ránskapur sá, sem bandarískt auðvald þannig beitir, kemur reikningslega fram m.a. í gróða þess á erlendri fjárfestingu, einkum í „þriðja heiminum". Þannig var fjármagn það, er bandarískt auðvald hafði fest í Evrópu og Kanada 1965 um 29 milj- arðar dollara, en í Asíu, Afríku og rómönsku Ameríku um 15 miljarðar. En gróðinn af fjárfestingu í Evrópu og Kanada var 1452 miljónir dollara, en af fjárfestingum í þriðja heiminum 2253 miljónir dollara! Gróðinn, sem Bandaríkin fá af fé í Suður-Ameríku og Asíu er árlega meiri en það, sem þau fjár- festa þar að nýju. — Þegar tölur um fjár- festingu og gróða Bandaríkjaauðvaldsins fyr- ir árin 1959 til 1965 eru athugaðar, kemur í ljós að Bandaríkin fengu á þessum árum 9204 miljónum dollara meira frá Kanada, rómönsku Ameríku og Asíu en þau fjárfestu þar og þetta gerði þeim mögulegt að fjár- festa í Evrópu, Afríku og Ástralíu og eyj- um Kyrrahafs 5771 miljón dollara meira en þau fengu í gróða þaðan. — Gróðafúlgan, sem Bandaríkin fá frá „þriðja heiminum', gerir þeim kleift að læða nýlendufjötrum á iðnað Evrópu og auka nýlendukúgun sína í Afríku. Og við þetta allt saman bætist svo að Bandaríkin hafa í krafti valds síns knúð all- ar aðrar þjóðir til að viðurkenna dollarann sem gulls ígildi, rangskráðan á alltof háu gengi. Bandaríkin geta svo prentað dollara- seðla að vild og knúð aðrar þjóðir til þess að selja sér vörur og verksmiðjur sínar fyrir hinn ameríska pappír. Það er sem einn mað- ur hefði ávísanabók og mætti gefa út ávís- anir á innstæður allra annarra með henni. Þannig er yfirstéttarríkið bandaríska meir og meir að verða heimsræninginn, sem með fjármálavaldi sínu sýgur til sín arðinn af vinnu annara þjóða og auðæfi annarra landa en hyggst með hervaldi sínu halda hinum ánauðuga og arðrænda undir okinu. En okið er æ meir að bresta. Það sannar bezt hetjuþjóð Vietnam. 37

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.