Réttur


Réttur - 01.01.1970, Page 10

Réttur - 01.01.1970, Page 10
hætti bein og óbein afskipti af atvinnumál- um og mjög oft hafa sveitarstjórnirnar frum- kvæði í þeim efnum. Þetta stafar sjaldnast af sósíalistískum tilhneigingum, heldur því, að einkaframtakið hefur ekki reynzt fært um að eða ekki viljað, takast á við þann vanda, sem að höndum bar og sveitarstjórnirnar því neyðst til að koma í staðinn með sín félags- legu úrræði. Samanlagt munu sveitarfélögin stærsti atvinnuveitandinn í landinu, ef til vill þó að ríkinu undanskildu. Að sjálfsögðu er mikill hluti þessarar vinnu bein þjónustu- starfsemi, sem ekki snertir áhættusama fram- leiðsluatvinnuvegi, en einnig á sviði fram- leiðslu láta mörg sveitarfélög mjög til sín taka. Geri menn sér á annað borð ljóst hve þýð- ingarmiklu hlutverki sveitarfélögin gegna í atvinnumálum, hljóta þeir að sjá, að nauð- synlegt er að gera þeim fært að rækja þetta hlutverk sem bezt. NAUÐVÖRN En nú mætti spyrja: Hversvegna eru sveit- arfélögin að ráðast í áhættusaman atvinnu- rekstur, úr því ekki er til þess ætlast af lög- gjafanum? Hér er einkum um tvær ástæður að ræða. I fyrsta lagi neyðast sveitarfélögin oft til þess að stofna til atvinnureksturs á eigin spýtur, eða með öðrum, í formi hlutafélaga, þegar einkaframtakið bregst með þeim af- leiðingum, að atvinnulífið fellur í rúst. Oft koma þó kaupfélög, þegar þau eru aðalmátt- arstoðir byggðarlags, í stað sveitarfélags. Hafa þau oft orðið fyrir miklum fjárhagslegum áföllum af atvinnurekstri. Hér er um að ræða beina nauðvörn. Og þegar þannig stendur á er ekki spurt um tap 10 eða gróða. Þá er um að ræða baráttu upp á líf og dauða fyrir byggðarlögin. Hin megin ástæðan er löngun til þess að hefja byggðarlagið á hærra stig í atvinnu- legum efnum, auka fjölbreyttni atvinnulífs- ins og atvinnuöryggið með því að efna til nýrra atvinnugreina, sem orðið gætu byggð- arlögunum lyftistöng, en sem einkaframtak- ið ekki ræður við eða vill ekki skipta sér af. Ljóst dæmi um þetta eru bæjarútgerðirnar, sem stofnaðar voru til þegar nýsköpunartog- ararnir komu og þar á undan t. d. Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar. ÞRENNSKONAR TILBRIGÐI Úrræði sveitarfélaganna til eflingar at- vinnulífs eru einkum: 1) hreinn bæjarreksmr, 2) smðningur við einkarekstur, 3) þátttaka í félagslegum rekstri, einkum í formi hlutafélaga. Mörg sveitarfélög hafa beitt öllum þess- um úrræðum. BÆJ ARREKSTUR Með hliðsjón af því hvað sveitarfélögunum er þröngur stakkur skorinn hvað snertir tekju- öflunarmöguleika, tel ég óráðlegt fyrir þau að ráðast í áhættusaman stórreksmr, sé ann- arra kosta völ. Mörg sveitarfélög hafa mátt þola svo stórfelld töp á atvinnurekstri, að þau fá vart undir risið. En þegar talað er um stórreksmr, er ekki sama hverskonar sveitarfélög eru höfð í huga.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.