Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 14

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 14
GERRREYTING STJÓRNARSTEFN UNNAR: LÍFSNAUÐSYN - EF MÖGU LEIKAR ÍSLANDS EIGA AÐ HAG NÝTAST FYRIR ALÞÝÐU SVAVAR GESTSSON RÆÐIR VIÐ GUÐMUND J. GUÐMUNDSSON VARAFM. DAGSBRÚNAR Guðmundur J. Guðmundsson er flest- um Reykvíkingum kunnugri atvinnumál- um borgarinnar og kjörum vinnandi fólks í Reykjavík. Þetta viðtal sem hér birtist við Guðmund fjallar einkum um atvinnu- mál Reykvíkinga og kjaramálin að nokkru. Sérstaða Reykjavíkur — Reykjavík hefur mikla sérstöðu meðal annarra staða á lslandi og raunar meðal allra borga í víðri veröld. Hér er um að rceða meiri samþjöppun valdsins en víðast annars staðar. Hér er miðstöð ríkisvaldsins, banka- valdsins og ýmissa samtaka eins og verkalýðs- samtakanna, Sambands ísl. samvinnufélaga og jafnvel bændasamtakanna. Þetta hlýtur allt að hafa veruleg áhrif á atvinnulíf í Reykjavík, er ekki svo Guðmundur? — Þetta hefur veruleg áhrif á atvinnulíf í Reykjavík. Starfsgreinaskipting verður hér allt öðru vísi en annars staðar. Hér starfa færri við framleiðslugrundvöllinn sjálfan — hlutfallslega — en annars staðar. Þetta hefur ýmsar afleiðingar. Nefna má, í fyrsta lagi að þessi samþjöppun valds og fjármagns í borginni gefur bæjarfélaginu mikla tekjumöguleika og atvinnuleysi ætti ekki að vera jafnerfitt vandamál í Reykjavík og annars staðar. En þessar valdstofnanir og 14

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.