Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 7

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 7
dyr SKOLI Launþegar standa í dag frammi fyrir því sama og þeir gerðu í árdögum verkalýðs- hreyfingarinnar. Aðeins með því að virkja samtakamátt sinn, megna þeir að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. En af liðnum árum, ættu þeir að geta lært það, að fjandsamleg ríkisstjórn, eins og sú sem nú situr, mun gera að engu þær kjara- bætur, sem kunna að nást, á eins skömmum tíma og unnt er. Því aðeins geta lannþegar fengið varan- legar kjarabœtur, að þeir uni engri ríkis- stjórn setu, sem er fjandsamleg vinnandi fólki. Gætum við lært það af atvinnuleysi, geng- isfellingum, gerðardómum og kjaraskerðingu síðustu ára, þá getum við sagt, að það sé að sönnu dýr skóli en hafi þó jafnvel borgað sig. En lærum við ekkert, þá er hætt við að „varnarsigrum" fjölgi með rýrnandi kjörum. Af því pólitísk eining ríkir ekki í verka- lýðshreyfingunni, eru kjör launþega komin niður á það stig, að félögin og forysmmenn þeirra eiga ekki annarra kosta völ en þeirra, að berjast fyrir stórhækkuðum kaupmætti launa. Það verður að tryggja, að dagvinnu- kaupið nægi okkur til framfærzlu. Það verður einnig að tryggja, að allar vinnufúsar hendur fái starf við sitt hæfi. A okkur hvílir sú skylda að tryggja öll- Ur»i ungmennum möguleika til menntunar. Menntun má aldrei verða forréttindi hinna ríku. Við verðum því að sigra í samningun- u»n í vor, á því veltur framtíð okkar og barna okkar. Verði unnið vel að málum í félögunum, þá óttast ég ekki um samstöðuna í kom- andi baráttu. Og því mega forystumenn launþega treysta að: „Eigi skal skuturinn eftir liggja, ef allvel er róið í fyrirrúmi“. SIGURJÓN PÉTURSSON trésmiður er fæddur í Reykjavík 26. október 1937. Hann var formaður Iðnnema- sambands íslands 1960. Hefurverið í stjórn Trésmiðafélags Reykjavík- ur, fyrst sem varamaður 1963, en i aðalstjórn frá 1965. 7

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.