Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 16

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 16
bátum hefur fækkað um 10—15 á síðast- liðnu 1 Vl ári. Það segir sína sögu, að 1944—1946 var reist hér fiskiðjuver á vegum ríkisins, en það var nýsköpunarstjórnin, sem þar átti hlut að máli. I fiskiðjuverinu voru tæki til niður- suðu og niðurlagningar, en nú hafa þessi tæki verið rifin út úr frystihúsinu og engar verulegar tilraunir hafa verið gerðar til þess síðan að nýta sjávaraflann að fullu, þegar frá eru taldar tilraunir Sjófangs, hrogna- vinnsla í ORA og reyktur sjólax Tryggva Ofeigssonar. A þessu sviði eru óteljandi risa- vaxnir möguleikar en einnig hér hefur Reykjavík dregizt aftur úr. Fróðir menn telja að aflann megi tvö- til fimmfalda í verð- mæti með því að vinna hann betur en nú er gert. Af hverju hefur Reykjavík dregizt aftur úr þrátt fyrir betri aðstöðu en flestir aðrir landshlutar? Reykjavík hefur dregizt afmr úr vegna þess að hér hefur verið treyst á gróðavon einstaklinganna í stað skipulagn- ingar og forustu félagslegs framtaks. Einka- framtakið hefur brugðizt í Reykjavík — fé- lagsleg forusta verður að leysa það af hólmi ef ekki á verra af að hljótast. Húsbyggingar — Nú hefur orðið samdráttur hér í Reykjavík einnig í húsbyggingum og almenn- tim iðnaði. Kunnáttumenn halda því fram að nágrannasveitarfélögin, t.d. Kópavogur, hafi fengið til sín ýmis almenn iðnfyrirtceki sem geta tekið að sér stór verkefni en öll slík fyrirtceki skorti hér í Reykjavík. — Það er rétt að hér hefur orðið almenn- ur samdráttur í borginni vegna þess að fram- leiðsluþáttur atvinnulífsins hefur verið van- ræktur, vegna verðbólgu, gengisfellinga og síminnkandi kaupmáttar launanna. Lítum aðeins á húsbyggingarnar. Hús- byggingar hafa verið stór þáttur í atvinnu- lífinu hér í Reykjavík vegna mikillar fjölg- unar í borginni og einnig vegna verðbólg- unnar — þrátt fyrir allt. En nú hefur átt sér stað verulegur samdráttur á þessu sviði einn- ig þrátt fyrir mikla húsnæðisþörf. Hér er mikið dulið húsnæðisleysi og á þriðja þús- und íbúðir eru heilsuspillandi. Astæðan til samdráttarins er sú að ekki hefur nægilega mikið verið gert til þess að leysa húsnæðis- vandamálin á félagslegan hátt. Húsnæðið, frumþörf fólksins, hefur þvert á móti verið einn svartasti þátturinn í einkabraskinu í borginni. Yeðlánakerfi Byggingasjóðs ríkisins er löngu sprungið og ófullnægjandi. Lán koma seint, þau eru allt of lág og til of skamms tíma. Með tveimur gengislækkunum á stuttu tímabili hafa íbúðir orðið dýrari og dýrari. Þess vegna hafa margir gefizt upp við íbúðir sínar á síðusm misserum og enn fleiri treysta sér ekki til að byrja. Enda þótt lán- in yrðu hækkuð verulega -—■ þau verða raun- ar að tvöfaldast til þess eins að vega upp verðlagshækkanir síðustu missera — er það staðreynd að þessi mál verða einungis leyst með félagslegum ráðstöfunum. Fráhvarfið frá verkamannabústaðakerfinu’) hefur gert frum- þarfir almennings að braskvöru. Braskþjóðfélagið Og raunar gerir þjóðfélag einkagróðans allar frumþarfir almennings að braskvöru. Þetta kemur hvarvetna í ljós og smám sam- an verður vitleysan augljósari, smám saman 1) Lánin til verkamannabústaða voru til 42ja ára með 3% vöxtum. Kaupandi greiddi 15% af verði full- frágenginnar íbúðar, þ.e. lánið var 85% af verði íbúð- arinnar. Menn geta svo borið þetta saman við það sem tíðkast hér í dag. 16

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.