Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 38

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 38
NEISTAR Leo Huberman um sósíalisma: Sósíalisminn mun ekki færa oss fullkomnun. Hann mun ekki skapa paradís. Hann mun ekki leysa öll vandamál mannkynsins. Sósialism- inn mun aðeins leysa þau vanda- mál sem hægt er að leysa á því þróunarstigi mannsins, sem vér nú stöndum á. ★ Sannleikurinn er sá að allar byltingar standa ekki aðeins einu sinni heidur hvað eftir annað frammi fyrir óleysanlegum vanda- málum. Þessvegna búast óvinir þeirra alltaf við falli byltingarinn- ar. En vandamálin eru aðeins ó- leysanleg á mælikvarða fortíðar- innar og það er einmitt eðli bylt- inga að vaxa upp úr viðmiðun hinna gömlu mælikvarða, að mæta hverri áskorun, sem ögrar þeim, með nýjum aðferðum og leysa úr læðingi áður ósnert öfl. Og með því að leysa óleysanlegu vandamálin vex byltingunum ás- megin, þær töfra fram dulin mátt og mannkosti þeirra stétta, er styðja byltinguna, og stæla þær gagnvart árásum óvina þeirra. ★ Við vitum nú það, sem okkur grunaði ekki áður: Að það að bylta auðvaldinu og hefja framkvæmd sósialismans skapar ekki í skyndi hinn sósíal- isticka mann. Efnahagsleg hvöt, sem elur á eigingirni, er hvatinn í auðvaldsþjóðfélagi; það er ekki fyrr en siðferðileg hvöt hefur leyst hana af hólmi í sósíalistísku þjóð- félagi að hinn sósíalistíski maður verður til. Að ójöfnuður, forréttindi og embættismennskan (bureaucracy) hverfa ekki, heldur verður i sífellu að berjast gegn þessum fyrirbrigð- um. Að neitun ráðandi hóps að tak- ast á við eigin sögu, að treysta í reynd þeim fjölda, sem hópurinn tignar í fræðum sínum, leiðir tii aðskilnaðar fólksins frá ríkis- stjórninni, til mismunarins á ,,okk- ur" og ,þeim“. Að ósamkomulag og metnaður milli sósialistiskra ríkja getur hvað ákefð snertir jafnazt á við ágreining milli auðvaldsþjóða. Að bardaginn fyrir að koma á sósialisma er aðeins hluti af bar- áttunni; að unnum þeim bardaga, verður baráttan að halda áfram — til þess að tryggja mannhelgi hins nýja mannfélags. Þetta er viðhorf, sem veldur raunsæi, en ef við skiljum það, ef við lærum að framkvæma í reynd kjörorð Marx ,,að efast um allt," bá komumst við hjá margri hjarta- raun og frekari vonbrigðum á komandi tímum. ★ Fyrst verðum við að berjast til þess að koma sósíalisma á; síðan verðum við að berjast til þess að láta sósíalismann uppfylla fyrir- heit sín. [ stuttu máli: baráttan endar aldrei. Það er lögmál lífsins. Vandamál og aðvaranir vísindamanna „Hæfileiki mannsins til þess í hugsanaleysi að eyðileggja um- heim sinn er næstum því ótak- markaður." S. R. Stebbins, prófessor í náttúrufræði við Californiu- háskóla. ★ „Framfarir i tæknitækjum eru samferða öfugþróun afmönnunar. Það er hætta á að framfarirnar eyðileggi það markmið, sem þær áttu að gera að veruleika: hug- sjónina um manninn." Max Horkheimer, heimspek- ingur, 1946. ★ „Við höfum ennþá engan ótvi- ræðan vísindalegan mælikvarða til þess að meta þjóðfélagskerfi. .... Við komum alltaf aftur að spurningunni: „Hver hefur vald- ið".“ Dr. S. Schorr, forstjóri hugs- anaverksmiðju ..General El- ectric" „Tempo". ★ „Af hverju hafa hinar óskap- legu framfarir visindanna ekki aðeins brugðist því hlutverki að leysa grundvallar-vandamál mann- félagsins, heldur beinlínis gert þau verri...... Þannig er í öllu landinu ekkert úrskurðarvald, þar sem félagsleg- ar þarfir eru settar ofar hagsmun- um hringanna; en hagsmunir hringanna geta aðeins miðazt við sem mestan gróða og sem stærsta markaðshlutdeild." Allan S. Weinrub, eðlisfræð- ingur við Harvard-háskólann. * „Vald kjarnorkunnar, sem við höfum leyst úr læðingi, hefur breytt öllu, bara ekki hugsunar- hætti vorum. Og því rekur oss nú til eyðileggingar, sem á engan sinn líka." Albert Einstein 1945.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.