Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 1

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 1
lettur 53.árgangur 1 9 7 0 — 1. hefti ÓSV ,,Réttur“ byrjar nú fjórða árgang sinn í hinu nýja broti. Þökkum við öllum stuðningsmönnum, nýjum sem gömlum, áhuga þeirra og tryggð við tímaritið, sem gerir fært að halda því uppi — og heitum um leið á velunnara vora að slaka ekki á með öflun nýrra áskrifenda. Að þessu sinni einbeitir ,,Réttur“ sér að innanlandsmálum. I hönd fer harð- vítug tvíþætt stéttabarátta: Kaupdeilur og kosningar. Það er lífsnauðsyn að alþýðu manna skiljist að það er sama baráttan, sem háð er í báðum, krefst einingar alþýðu í sókn og vörn. Það eru síðustu forvöð að verkalýðurinn og verklýðssinnar stöðvi svikamyllu auðvaldsins: að svara hverri kauphækk- un með verðbólgu og gengislækkun, ræna þannig verkamenn og launamenn alla kaupgjaldi og eignum. Ríkisstjórn mun vafalaust sem fyrr reyna að blekkja verkamenn með loforðum, en reynslan hefur þegar sannað að eng- um loforðum hennar er treystandi. Það eina sem dugar, er að sýna yfirstétt- inni, útlendri og innlendri, hvert vald býr í þeim verkalýð, sem stendur sam- einaður í kaupdeilum og sameinaður í kosningum og er ákveðinn í að vinna varanlegan sigur í hvortveggja. Og varanlegur kaupgjaldssigur verður sá einn, sem fylgt er eftir með slik- um kosningasigri að afturhaldið hafi eigi afl né þor til nýrra gengislækkana. Þrjár greinar fjalla um þessi mál, — ýmsar hliðar. Þá er enn minnzt á aldar- afmæli Leníns. Og skólaæskan kveður sér hér hlióðs eins og háskólaæskan aður LANQSDÓKASAFN 300853 ÍSLANDS 1

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.