Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 2

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 2
SIGURJÓN PÉTURSSON: „EIGI SKAL SKUTURINN EFTIR LIGGJA...” Þau vandamál, sem verkalýðshreyfingin stendur andspænis nú, eru að megin stofni tvíþætt. Annars vegar kjaraskerðing, at- vinnuleysi og landflótti og hins vegar innri staða hreyfingarinnar sjálfrar, það er áhuga- leysi hins almenna félaga í stéttarfélagi sínu og það bil, sem hefur myndast milli hans og forustumanna félagsins. Um þetta tvennt mun ég reyna að fjalla, þar sem það er mjög tengt hvort öðru, en hins vegar leiða að mestu hjá mér að ræða önnur mál, sem ef til vill með jafn miklum rétti mætti segja, að hafi mótað þá stöðu, sem verkalýðshreyfingin er nú í. En að þeirri stöðu er nauðsynlegt að hyggja, þar sem hún er sá staður, sem lagt er frá til nýrrar sókn- ar í kjarabaráttunni. ÁRÁSIR Að kaupmáttur launa hafi stórminnkað á liðnum áratug, þarf engum að segja, það er augljóst. En það duldist mörgum, meðan á síldar- ævintýrinu stóð og stjórnvöld státuðu af því, að við værum þriðja tekjuhæzta þjóð í heimi, að þá var kaupmáttur launa stöðugt að rýrna. A meðan atvinna var næg, þá bættu menn sér upp lágt tímakaup, með því að lengja vinnutímann, yfirvinna stóð öllum til boða og var eftirsótt af atvinnurekendum. Einn- ig var algengt, að húsmæður ynnu að heim- an enda næg vinna hvort heldur var allan daginn eða hluta úr degi. Skólafólk hafði yfirleitt ágæta vinnu yfir sumarið og enginn atvinnurekandi hafnaði reynslu og starfs- þjálfun aldraðra verkamanna, þótt þrekið og snerpan væru kannski ekki eins og áður fyrr. I flestum fjölskyldum var því um að ræða

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.