Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 34
í andófi þessu. Hópur skólafólks gerði jafn- vel innrás í Kvennaskólann, ræddi við stúlk- urnar og kannaði afstöðu þeirra. Kom þá í ljós, að þær voru næstum einhuga á móti frumvarpinu og engin hafði hug á að verða stúdent frá skólanum þótt hann fengi þessi réttindi. En andbyr sem þessi heftir ekki róður þing- manna, hafi þeir einu sinni ákveðið hvert róa skal. Hópur kvennaskólastúlkna tók því til bragðs að lýsa vantrausti á þingmenn á áþreif- anlegan hátt. Þær kvöddu sér hljóðs á þing- fundi og komu þeirri skoðun sinni á fram- færi ásamt með rökfærslum. Andófshreyfingin dregur sinn lærdóm af þessu. Með alþingistökunni var stigið skref í áttina. Þingmenn hafa gefið höggstað á sér. Skyldi því gengið á lagið áleiðis til alvöru- lýðræðis. STEFÁN UNNSTEINSSON : SKÖLAMÁL Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um skólamál, so margt sem um þau hefur verið rætt og ritað að undanförnu. Mönnum er tekið að skiljast, að Island hef- ur dregizt nokkra áratugi aftur úr grannþjóð- um sínum á þessu sviði og að við svo búið má ekki lengur standa. Hver ásakar annan, og auðvitað hefur málið verið gert flokkspóli- tískt — ágætt dæmi um lágkúruna í íslenzk- um stjórnmálum. I öllum orðavaðlinum er reyndar fátt um fína drætti, en það sem þó hefur vakið hvað mesta athygli er frumvarp til laga um menntaskóla, flutt á Alþingi af menntamálaráðherra. Þetta er tímabært frumvarp. Með því ættu íslenzkir mennta- skólanemar í framtíðinni að búa við rúmt húsnæði, allskyns kennslutæki, ráðgjafa í hverju horni o. s. frv. Mikil framför. Frum- varpið er ákaflega viðfeldið í augum þeirra, sem þurft hafa langtímum saman að þrauka við hið íslenzka menntaskólakerfi. En í raun- inni hefðu þær breytingar, sem frumvarpið felur í sér, átt að vera komnar fyrir löngu. Það er því engin ástæða til að láta sem menn hafi himinn höndum tekið, því að með frum- varpinu er aðeins verið að bæta fyrir gaml- ar syndir. Ollu nær er að rýna í það og kanna, hvað á vantar. Menntaskóli hins nýja frumvarps er skóli tæknivædds nútímaþjóðfélags. Hann á að framleiða varahluti, svo að tannhjólið geti haldið áfram að snúast, kerfið raskist ekki. I rauninni er hálfgerð vélalykt af honum. Það er engu líkara en um sé að ræða dauða hluti en ekki manneskjur. Samkvæmt frumvarpinu er nemendum ætlað það hlutverk að vera ó- virkir þiggjendur. Skólinn er ríkisstofnun, þar sem dælt er í nemendur ákveðinni þekkingu, nauðsynlegri til þess að þjóðfélagið haldist gangandi í sama farvegi. Að vísu er sam- kvæmt frumvarpinu gert ráð fyrir fulltrúa nemenda í skólastjórn, en það skiptir sára- litlu máli. Hann hefur engin bein áhrif, og virðist ákvæðið að mestu vera sett inn til að lækka óánægjuraddir. Nýlega var gerð í Bandaríkjunum kvik- mynd um einhvern einstaklega venjulegan Highschool. Þar var nóg af kennslutækjum, nóg húsrými, fáir svertingjar, sæmilegir kenn- arar. Myndin þótti vera mjög raunsæ. Hún sýndi lífsleiða unglinga, ósjálfstæða, óum- burðarlynda, ófrumlega, undirbeygða undir „law and order" skólans. Einu nemendurn- ir, sem virtust vera áhugaverðir, hafa ein- hvern snefil af persónuleika, voru annaö hvort fallistar (dropouts) eða á góðri leið

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.