Réttur


Réttur - 01.01.1970, Page 30

Réttur - 01.01.1970, Page 30
valdhafar hins vegar lítið. Þeim er mest i mun að hljóta sem mest sérhæft vinnuafl, sem þeir geti hagað eftir þörfum sínum. Sam- kvæmt gróðalögmálum á skólakerfið að framleiða með sem minnstum tilkostnaði sér- fræðinga með nauðsynlega menntun til fyrir- framákveðinna starfa. Félagsleg þroskaleit er litin óhýru auga meðal valdhafa. Bæði brýt- ur hún í bága við gróðalögmál og getur reynzt forréttindum varasöm. Þar hafa skap- azt óbrúanlegar andstæður milli hagsmuna valdstétta og mannlegra þarfa, og fyrir þeim andstæðum hljóta námsmenn að gera sér grein, en ala ekki með sér gyllivonir um vin- samlegt og viðunandi samkomulag. I ljósi þessara andstæðna skulum við líta á íslenzkt skólakerfi. Olíklegt má telja að í heiminum finnist skólakerfi sem þjónar hagsmunum valdhafa jafn vel og hið íslenzka. Islenzkt skólakerfi stefnir einhliða að framleiðslu embættis- manna, en hin félagslega þroskaleit útilok- uð. Þannig er t.d. Háskóli Islands einvörð- ungu uppeldisstofnun þægra embættismanna og pabbadrengja, og menntaskólarnir eru að- eins þættir á þeirri braut samsíða valkosta. Þeirra á meðal gegnir M.R. margháttaðri lykilstöðu, fyrir sakir fjölmennis og aldurs helzt, og er erfitt að hugsa sér framfarir í málefnum menntaskólanna án þess að M.R. eigi þar hlut að máli. M.R. er að flestra dómi úreltastur og sízt fullnægjandi íslenzkra framhaldsskóla. Und- anfarin ár hefur þó brugðið svo við að ýmsar breytingar hafa verið framkvæmdar við skól- ann, og hafa þá súmir haldið að vandamálið væri ekki mikið, aðeins greindi menn á um hversu miklu fé skyldi verja til skólans. En málið er ekki svo einfalt, ágreiningurinn er djúpstæður og felst einkum í misjöfnu áliti manna, hvert skuli vera raunverulegt inntak menntunar. Fyrir ráðamönnum vakir einung- 30 is að liðka kerfið til þjónustu við auðvalds- öflin og auka hagkvæmni. Ég vil nefna dæmi. Latínukennsla er minnkuð til muna. Ástæða: Kröfur um undirbúning í latínu til tungu- málanáms minnka, m.ö.o. hagkvæmnisatriði. Náttúrufræðideild er sett á stofn, ástæða: Þar er hægt að sérhæfa betur til að fullnægja sívaxandi þörf á sérfræðingum í ýmsum nátt- úruvísindum. Mismunur milli deilda eykst, af því leiðir aukin sérhæfing, á stall er lyft fagidjótí, hinum þæga þjóni ráðskunnargjarns kerfis. Allt öðru máli gegnir um þær tillögur, sem miða að breyttu inntaki skólakerfisins. Kennslu í þjóðfélagsfræðum er vísað á bug, og gefur rektor M.R. þá ástæðu fyrir and- stöðu sinni, að hann viti að vísu lítið um greinina, en honum sé sagt að ekki séu allir á sama máli um ýmislegt sem að henni lýtur. M.ö.o. er æskilegt nám í því fólgið að nema staðreyndir og breyta eftir föstum reglum, óæskilegt það sem leitast við að rannsaka og leyfir ólíkum sjónarmiðum að njóta sín. Eitt sem hindrar mjög framfarir skólans er að kennarar og stór hluti nemenda hata samgræðzt kerfinu í ríkara mæli en í öðrum skólum. Stærsti þrándurinn í götu úrbótatil- rauna af hálfu nemenda og kennara er stétt- skipt uppbygging og mikil fjarlægð á milli þessara tveggja hópa, sem í raun eiga um flest sameiginlegra hagsmuna að gæta. And- rúmsloft skólans er slíkt að flestir hinna yngri og framsæknari kennara flýja á náðir annarra skóla. Þessi uppgjafarkennda, en skiljanlega tregða umbótasinnaðra við að hefja störf við skólann stuðlar að frekari stöðnun. Nú eru rektorsskipti í nánd, en all- ar líkur benda til að hnossið falli í skaut ein- hverjum sem löngu er samdauna ástandinu. Heildarmynd skólans er allóhrjáleg. Af- gamalt húsnæði, tækjaskortur, skortur á hæf- um kennurum, gamlaðir forystumenn, and- i

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.