Réttur


Réttur - 01.01.1970, Side 21

Réttur - 01.01.1970, Side 21
fyrir því hvernig færi um þann flokk, er hann hafði leitt fram til sigurs og hverskonar forusta tæki þar við. Lenín hafði lengstum getað sannfært flokks- forustuna um réttmæti þeirrar afstöðu, er hann hafði tekið, talið samstarfsmenn sina á sitt mál. Traustið á honum persónulega hafði verið svo mikið að það tókst ætíð að varðveita víðfeðma, en stálharða einingu um úrræði hans, þótt oft væri tekist óþyrmilega á í umræðunum. En Lenín hafði ætíð gætt þess vel að til forustu með honum væru valdir þeir félagar, er mesta höfðu hæfileikana, — og lét þá aldrei gjalda þess, þótt þeir hefðu verið á öndverðum meiði við hann um ýmis mál. Hann hafði þannig átt I hörðum útistöðum við Si- novjev og Kameneff út af ákvörðuninni um upp- reisn 6. nóv., — sem þeir voru á móti, — við Trotski út af Brest-Litovsk-friðarsamningunum, — við Bucharin út af þeim og „vinstri-kommúnisman- um“ o. s. frv., en alltaf lét hann kjósa þessa menn aftur með sér í framkvæmdastjórn flokksins. Að gera skoðanaágreining um baráttuaðferð að glæp, kom Lenin ekki til hugar. Samfara hörkunni í um- ræðunum um málefnin, fór hjá honum umburðar- lyndi gagnvart félögunum. Hið mikla traust, sem alþjóðahreyfingin á þriðja áratug aldarinnar bar til sovézka flokksins, átti fyrst og fremst rót sína að rekja til þeirra afreka — og framar öllu þess afreks, er flokkurinn vann með byltingunni, m.ö . orðum til þess stórvirkis, er skipti sköpum í mannkynssögunni, en var alveg sérstaklega Lenín að þakka. Lenín var hinn raunverulegi leiðtogi Alþjóðasam- bands kommúnista, meðan hann lifði, þótt aðrir, félagar hans, skipuðu þar forsæti. Þessvegna vissi hann að þróun alþjóðahreyfingarinnar gat einnig oltið á því hvernig til tækist um forystu rússneska flokksins. Það var þvi ekki að furða þótt Lenín, bæði vegna byltingarinnar og Sovétstjórnarinnar annars- vegar og alþjóðahreyfingarinnar hinsvegar, væri svo umhugað um að tryggja góða forystu í flokkn- um, þegar hans nyti ekki lengur við. Marxistískur flokkur með víðtæku innanflokks- lýðræði og sterku miðstjórnarvaldi svipað og Len- in hugsaði sér er ein höfuðforsendan fyrir valda- töku verkalýðsins og sigri sósíalismans. En trygg- 'ngin fyrir því að slikur flokkur sigri, þegar ytri kringumstæður veita aðstöðu til þess, er mann- valið í flokknum sjálfum og einkum forystu hans. Lenín trúði ekki á neinn óskeikulleik miðstjórn- ar, jafnvel ekki svo ágætlega skipaðs flokks sem Bolshevíkkaflokkurinn og miðstjórn hans var. Það sýndi hann bezt, þegar mest reið á, — þegar um var að ræða sjálfa ákvörðun uppreisnarinnar og Lenín áleit að möguleikar byltingarinnar yrðu eyði- lagðir, ef beðið væri of lengi. Þá krafðist Lenín þess í grein og bréfi til miðstjórnarinnar ca. 19. október 1917, að hafizt yrði handa um undirbún- ning uppreisnarinnar, en ef það yrði ekki gert, sem hann lést vera vondaufur um, þá gripi hann til eftirfarandi aðgerða sem flokksmeðlimur: 21

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.