Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 20

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 20
V. I. LENIN BREF TIL FLOKKSNNGSINS „ERFÐASKRÁ L E N I N S" MEÐ INNGANGI Réttur birtir nú á aldarafmæli Leníns eitt af siðustu skrifum hans: Bréfið til flokks- þingsins, sem almennt gekk undir heit- inu „Erfðaskrá Leníns" — og fylgir því eftirfarandi inngangur ritstjóra Réttar. Marx og Engels hófu með lífi sínu, starfi og kenningum nýtt tímabil í sögu mannkynsins, þar sem verkalýðurinn og allar undirokaðar stéttir gátu hafið sókn sína fram til frelsis, vopnaðar þeim vísindakenningum sósíalismans, sem þeir félagar smíðuðu. Lenín hefur meir en nokkur annar maður sett mark sitt á alla þróun 20. aldarinnar, þótt hann aðeins lifði fjórðung hennar sjálfur. Tuttugasta öldin varð önnur fyrir hans tilstilli. Lenin þróar marxismann áfram með kenningu sinni um imperi- alismann, aðlagar hann svo við á það tímabil im- perialisma og alþýðubyltinga, sem 20. öldin hefur verið, er og verður. Lenín mótar með kenningu sinni um flokk verkalýðsins og skipulag hans og með framkvæmd sinni og forystu i rússneska flokknum það skipulagstæki verkalýðsins til valda- töku, sem reynzt hefur bezt, ef rétt er beitt. En mikilvægara en nokkurt annað afrek Leníns er þó stjórn hans á Bolshevikkaflokknum 1917. Það verður að segjast án þess að hvikað sé frá sögu- skoðun marxismans eða gert lítið úr hlutverki fjöldans í þróun sögunnar, — að eigi er hægt að fullyrða að orðið hefði úr verkalýðs- og bænda- byltingu 6.—7. nóvember, ef forystu Leníns í Bolshevikkaflokknum hefði ekki notið við. Máske hefði Trotsky einn getað leitt sjálfa uppreisnina 6.—7. nóvember til sigurs, ef hann hefði notið þess flokks, er Lenín hafði alið upp, — en ólík- legt að sovétstjórnin hefði lifað af þá erfiðleika, sem á eftir komu, ef forystu Leníns hefði ekki notið við. Hvað eftir annað á næstu árum hékk líf byltingar- innar og sovétstjórnarinnar í veikum þræði og þá voru það hin raunhyggnu ráð Leníns sem björg- uðu. Og með sigri rússnesku byltingarinnar og myndun Alþjóðasambands kommúnista gerist flokk- ur Leníns brautryðjendaflokkur sósíalismans I heiminum. Það var því ekkert að undra að Lenín skyldi, er hann fann dauðann nálgast, — auk allra ann- ara áhyggjuefna, alveg sérstaklega bera umhyggju 20

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.