Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 15

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 15
miðstöðvar í borginni leggja sveitarfélaginu auðvitað um leið nokkrar skyldur á herðar. Starfsfólk verður fjölmennt hér sem er beint tengt yfirbyggingu þjóðfélagsins. Auk þess verða margir starfandi við ýmsar verzl- unar- og þjónustumiðstöðvar, auk margvís- legs neyzluvöruiðnaðar sem þó hefur dreg- !2t saman síðustu ár. Af þessum ástæðum er mikill hluti almennings í Reykjavík sér- staklega háður kaupmætti launanna; því meiri káupmátmr því meiri verzlunar- og þjónustustörf. Þessi starfshópur er ekki síð- ur viðkvæmur fyrir skakkaföllum í atvinnu- b'finu en þeir sem eru beinlínis tengdir fram- leiðsluatvinnuvegunum sjálfum, sérstaklega þá sjávarútveginum. Þverrandi kaupmáttur hefur í för með sér samdrátt í atvinnunni er»n harkalegar en víðast annars staðar. Sjávarútvegurinn -— En nú er sjávarútvegurinn grundvöllur- mn undir þjóðarbúinu; — gjaldeyrisöflun- mni, kaupmcettinum, atvinnulífinu. Þessi þáttur hefur dregizt mjög saman í Reykja- vik og líka hlutdeild Reykvíkinga í sjávar- utvegi landsins alls. ■— Samdrátturinn hefur verið mjög alvar- legur í grundvallaratvinnugreinunum í öllu landinu og atvinnuleysi er viðvarandi víða um land, en fjöldi atvinnuleysingja mestur í Reykjavík. Reykvískt atvinnulíf hefur verið látið dragnast upp, traustið á tilviljunina hefur ráðið ferðinni, ekki frumkvæði og framsýni bæjaryfirvalda. Atvinnulífið í borg- mni í dag er frumstætt og ekki til þess búið að taka við eðlilegri fjölgun á vinnumark- aðnum hér. I þessu sambandi verðum við að hafa í huga þá staðreynd að það eru togararnir sem skapa grundvöll Reykjavíkur öðru fremur. Á fáum stöðum á landinu eru jafn hagstæð Hlutdeild togaraflotans i heildarafla lands- manna minnkaði úr 40% 1959 í 20% 1968. 1959 hagnýttu Reykvikingar um 17% heildarafla landsmanna, en 1968 var hlutur Reykvikinga i hagnýtingu sjávaraflans að- eins 13,3%. Togaraaflinn var 77,9% af þeim afla, sem landað var i Reykjavik 1959, en 1968 aðeins 34,1%. Fiskimagnið í landinu var nálega það sama þessi tvö viðmiðunarár. Slysatryggðar vinnuvikur i fiskiðnaði i Reykjavík voru rúmlega 46 þúsund 1959 (þ. e. ársvinna 890 manns) eða 20,5% af vinnu- vikum á öllu landinu i fiskiðnaði. 1967 voru slysatryggðar vinnuvikur í fiskiðnaði hins vegar aðeins 34.854 (samsvarandi ársvinnu 670 manns) eða 14,1% af slysatryggðum vinnuvikum í fiskiðnaði á landinu. Hlutdeild Reykjavikur i öðrum iðnaði en fiskiðnaði var 61,2% 1959 en var 1967 komin niður i 55%. Á ofangreindu 10 ára samanburðartima- bili hefur ibúum Reykjavíkur, Kópavogs og öðrum ibúum á sama atvinnusvæði fjölgað um 14—15 þúsund. skilyrði til togaraútgerðar og hér í Reykja- vík. Þegar íbúar í Reykjavík voru helmingi færri en nú er voru togarar hér um og yfir 30 talsins. Fyrir sex árum voru hér 23 tog- arar. Núna eru hér 13 togarar og horfur á að nokkrir þeirra leggi upp laupana jafnvel á næstu mánuðum. Hér í Reykjavík hafa verið byggð stór og öflug frystihús til þess að nýta sjávarafl- ann. Nú vantar þessi frystihús hráefni til vinnslu, m.a. vegna samdráttar togaraflotans og rekstrargrundvöllur frystihúsanna er í hætm. Einu frystihúsi hefur þegar verið lok- að af þessum ástæðum. Og samhliða þessu hefur átt sér stað sam- drátmr í bátaeign Reykvíkinga, þannig að 15

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.