Réttur - 01.04.1970, Síða 17
TIL MORÐRlKIS
En spámaðurinn meðal islenzkra skálda
eygði fleira:
„Sjá, ég eygi alla vegu
ógnar-land, fce glóð í anda!
Vei þér fjöldi villtrar aldar:
veldis-orð hér liggur í storðu!
Sœk þú hart, en varkár vertu:
voðafull eru' lönd úr gulli!"
Á þessum árum var heimsvaldasteína
Bandaríkjanna rétt að byrja. 1893 höfðu
bandarískir auðmenn látið gera innrás á
Hawai og Bandaríkjastjórn samstundis viður-
kennt leppstjórn þeirra og innlimáð landið
í Bandaríkin endanlega 1898. 1903 var upp-
reisn Bandaríkjaleppa skipulögð í Kolumbíu,
ril þess að kljúfa þann landsskika, er nú nefn-
ist Panama, frá ríkinu, því þar vildi banda-
rískt auðvald gera skurð. Og þannig var hald-
ið áfram með að ná tökum leynt og ljóst í
hverju smáríkinu eftir annað: Mexico, San
Domingo, Haiti, Nicaragua, Kúba. Og með
gleypigangnum margfaldaðist matarlystin.
Tvær heimsstyrjaldir færðu Bandaríkja-
auðvaldinu ægilegan gróða, sem krafðist
nýrra hráefnalinda, nýrra markaða. Suður-
Ameríka, Asíulönd, Afríka: löndin, sem hin
fornu hrynjandi nýlenduveldi Evrópu höfðu
áður undirokað, urðu nú eftirsóttar arðráns-
lindir amerískra auðhringa.
Hin forna nýlenduundirokun hafði ham-
skipti: „Nýlendurnar" fornu hlutu pólitískt
sjálfstæði, en auðhringavaldið ameríska sat
um að smeigja á þær „gullnum" fjötrum
okurlána og sérleyfa, til stórvirkjana og stór-
iðju.
„Fyrir afsal fríðindanna
falt er þar gullok stórvirkjanna".
(Stephan G.: Drottins orðið).
Nixon forseti
framkvæmdastjóri hernaðar- og auðvalds-
samsteypunnar, sem nú ræður Bandaríkjunum.
57