Réttur


Réttur - 01.04.1970, Síða 18

Réttur - 01.04.1970, Síða 18
En hjá fjölmörgum þjóðum, sem nú voru að öðlast stjórnarfarslegt sjálfstæði, lifði samskonar frelsisandi og forðum hjá Benja- mín Franklín og George Washington: Þær vildu ráða örlögum sínum sjálfar, óháðar dutlungum og áhrifum annarra þjóða. Og nú gerast mesm sorgleikir amerískr- ar sögu, — ef litið er á hana augum vinarins, — mestu glæpaverk Bandaríkjanna, ef and- stæðingurinn límr það sínum augum: Yfirstétt Bandaríkjanna beitir CIA, hinni „ósýnilegu ríkisstjórn Bandaríkjanna", — til að bylta frá völdum með stjórnlagarofum herforingja eða annarra afturhaldsseggja framsæknum ríkisstjórnum hvers lands af öðru: Iran 1953, Guatemala 1954, San Dom- ingo 1965, Ghana og Indonesía 1966, Grikk- land 1967. Og ef stjórnlagarofin ekki duga, er Bandaríkjaher beitt til innrásar og árásar. Hámarki sínu nœr þó valdahrokinn, á- girndin og yfirdrotnunin, þegar engar mútur, engin baktjaldabrögð með morðum og vald- ránum, lengur duga og gripið er til opinberr- ar árásar Bandaríkjahers. Það er kaldhæðni örlaganna og verður síð- an talið sýna hið siðferðilega lágmark, sem amerísk yfirstétt hefur sett sín Bandaríki í, að einmitt það land, sem lýsti yfir sjálfstæði sínu með tilvísun í frelsisyfirlýsingu Banda- ríkjanna frá 1776, Vietnam, skuli verða ægi- legasti skotspónn bandarískra hryðjuverka. Þegar Ho Chi Minh réttir George Washing- ton hendina í anda, þá eru það valdhafar Bandaríkjanna nú, sem myrða allt, sem góð- um Bandaríkjámönnum var heilagt, traðka í blóðugt svað allar minningar þeirrar miklu þjóðar um sína mestu menn og beztu afreks- verk, — um leið og þeir brenna og drepa í Vietnam. Hernaðarvél Bandaríkjanna, — voldug- asta drápsvél mannkynssögunnar, — hefur nú í sex ár látið rigna eldi og dauða yfir eina fátœkustu þjóð veraldar. Það er búið að varpa meira sprengjumagni yfir þessa smá- þjóð en yfir allt Þýzkaland í heimsstyrjöld- inni síðari. Ríkasta þjóð heims hefur árum saman reynt að eitra matvceli fyrir þessari fátceku, vinnandi þjóð, — hún hefur reynt að svíða tré hennar, eitra akrana, brenna kofana. Bandaríkin hafa drepið yfir hálfa aðra miljón Vietnambúa. Bandarískir her- menn myrða konur, börn og gamalmenni, drepa og brenna allt lifandi, sjáandi skceru- liða í hverju sem hreyfist. My Lai er ekki undantekning, heldur frekar reglan í þessu viðurstyggilega árásarstríði valdhafanna í Washington. Bandaríkin eru orðin „blóðríki", svo notuð sé samlíking Thomasar Mann úr „Doctor Faustus". Ollu skal fórnað fyrir metnaðinn: 40.000 bandarískum hermönnum í Vietnam, virðingu Bandaríkjanna, umbóta möguleikum heima fyrir. Og dýpra og dýpra skal sökkva: Nú er ráðizt inn í Kambodiu. Gereyðing þorpa — eins og Lidice forðum hjá þýzku nazistunum, — er básúnuð af stolti út um allan heim. Valdahrokinn ræður öllum gerðum vald- hafanna. Morðin á saklausum eru orðin dag- legur viðburður. Þjóðarmorð er yfirvofandi. Og í bakhönd hafa viti firrtir valdhafar sýklavopn, eiturvopn, er eyðilagt geta allt Iíf að fullu í heilum löndum — og hafa þegar „reynt" þau á hinni ósigrandi hetjuþjóð Viet- nam. Hvað veldur þessari voða-þróun? Hvað er það í Bandaríkjunum sjálfum, sem býr að 58

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.