Réttur - 01.04.1970, Page 29
Gyðingar reknir upp úr neðanjarðarbyrgjunum eftir Getto-uppreisnina 1943. Var þetta fólk ýmist drepið
strax eða fíutt í eyðingarfangabúðir.
ísk stórjarðeigenda og auðmannastétt sú, er hún
var fulltrúi fyrir, gæti aftur læst Pólland í helgreip-
um sínum.
i júlí 1944 myndaði svo pólska þjóðarráðið í
Lublin fyrstu verkamanna- og bændastjórn Pól-
lands: Pólska þjóðfrelsisráðið.
Þá ákvað pólska útlagastjórnin i London og
herstjórn hers hennar i Póllandi að láta gera upp-
reisn í Varsjá 1. ágúst. Tilgangurinn var að ná fót-
festu fyrir þessa aðila á pólskri grund og geta tal-
að sem fulltrúi Póllands. Allur undirþúningur var
slæmur af hendi þessarar forystu. Þegar útlaga-
stjórnin talaði við brezku stjórnina um þetta, fékk
hún þau ráð að hafa fyrst og fremst samráð við
stjórn sovézka hersins, sem var ekki langt frá hinu-
megin Vislu-ár eftir að hafa sótt fram með gifur-
legum fórnum um langan veg. En afturhaldsforkólf-
arnir höfðu hvorki samráð við sovézka herinn rié
alþýðuherinn pólska (AL). Uppreisnin átti að vera
pólitiskt bragð á móti þessum aðilum.
Hinsvegar logaði auðvitað hatrið gegn nazistun-
um í hjörtum Pólverja og vitað var að hver hvatning
til uppreisnar myndi finna bergmál i brjóstum
pólskrar alþýðu, sem auðvitað treysti þá á að slikt
væri af fyrirhyggju og heilindum gert.
Kliszko segir í bók sinni:
„Sannleikurinn um uppreisnina í Varsjá hefur
tvær hliðar.
69