Réttur


Réttur - 01.04.1970, Síða 31

Réttur - 01.04.1970, Síða 31
Marceli Nowotko Wladyslaw Gomulka Zenon Kliszko þeir ó fleiri. Og yfir komust þeir og sá litli á skurð- arborðið, þar sem tókst að bjarga honum. Uppreisninni i Varsjá i ágúst-september 1944 var lokið. Lifi 200.000 manna hafði verið fórnað. Höfuðborgin lögð í rúst. Það voru afleiðingar hátt- ernis afturhaldsforustunnar. Þetta bættist við þær fórnir, sem pólska þjóðin hafði þegar fært. Naz- istar myrtu fimmtung pólsku þjóðarinnar, eyði- lögðu næstum helming þjóðareignanna. Aðferð Bór-Komorowskís, yfirmanns afturhalds- hersins, og útlagastjórnarinanr í London, að setja uppreisnina af stað á þessum tíma var glæpsam- leg. Að gefast upp og fara svo fríviljugir i fanga- búðir nazista voru svik. — Foringjalið alþýðuhers- ins í Varsjá féll mestallt, hundruð beztu starfs- menn flokksins dóu og þúsundir hraustra her- manna og liðsforingja. En Bór-Komorowskí greifi og foringjalið hans forðaði lifi sínu í þýzkar fanga- búðir. En sú ákvörðun pólska alþýðuhersins að berjast með fólkinu og afturhaldshernum, fyrst uppreisn- in var hafin, var rétt. — Það var eins og þegar Marx og Engels ráðlögðu verkalýð Parísar frá þvi að gera uppreisn 1871, en stóðu svo drengilega með honum, þegar í þá uppreisn var ráðist. En þar voru vissulega engin svik í tafli, heldur aðeins baráttuviljinn einber, þótt við ofurefli væri að etja. Bók Zenon Kliszkos hefur að geyma á 200 síðum greinargóða frásögn, ásamt ýmsum skjöl- um, frá þessum atburðum. Hún gefur góða mynd af hetjuskap Pólverja í baráttu þeirra og refjum þeim, sem yfirstéttin beitti. Ég hitti Kliszko i Varsjá í október 1944, tveim árum eftir þessa atburði. Hann var þá ritari flokks- ins i Varsjá. Sagði hann mér þá frá mörgum þeim atriðum, sem fram koma i bókinni. Ég spurði hann hvort kona hans og litla dóttir hefðu komizt af — og kvað hann þær báðar hafa komizt lifandi af. 71

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.