Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 37
fram að til þessa og allt til 19. júní var svo
til ekkert rætt við fulltrúa iðnaðarmannafé-
laganna sem þó höfðu fyrir löngu sent inn
kröfur sínar og sum — málmiðnaðarfélögin
-— hafið verkfall. Nú stóðu mál þannig að
atvinnurekendur höfðu boðið 10%, en verka-
lýðsfélögin höfðu lækkað kröfu sína niður
í 22—23%. Rétt er að geta þess, að 1. júní
tók gildi ný kaupgreiðsluvísitala, sem þýddi
35,32% verðlagsbætur á 10.000 í grunn í
stað 30,84 fyrir mánaðamótin.
5. júní birti Þjóðviljinn yfirlit yfir verk-
fallsfélögin, sem voru þá 42 talsins með um
14 þúsund félagsmenn. Þessi félög voru nú
í verkfalli auk þeirra sem áður voru nefnd
vegna vinnustöðvunar frá 27. maí:
Trésmiðafélag Reykjavíkur
Félag járniðnaðarmanna
Sveinafélag húsgagnasmiða
Múrarafélag Reykjavíkur
Sveinafélag skipasmiða
Félag bifvélavirkja
Félag blikksmiða
Félag bifreiðasmiða
Mjólkurfræðingafélag Islands
Sveinafél. járniðnaðarmanna, Akureyri
Félag byggingariðnaðarmanna, Hafn.
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflav.
Iðnsveinafélag Suðurnesja, málmiðn-
aðar- og byggingamannadeild
Verkakvennafélag Keflávíkur og
Njarðvíkur
Verkalýðsfélag Akraness
Sveinafélag skipasmiða, Akranesi
Sveinafélag málmiðnaðarmanna,
Akranesi
Sveinafélag járniðnaðarmanna,
Vestmannaeyjum
Verkamannafélagið Fram, Sauðárkróki
Sveinafélag málmiðnaðarmanna,
Húsav. og S.-Þing.
Verkamannafélagið Báran, Eyrarbakka
Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi,
Stokkseyri
Verkalýðsfélagið Þór, Selfossi
Verkalýðsfélag Hveragerðis
Járniðnaðarmannafélag Arnessýslu
Bílstjórafélagið Okujpór, Selfossi
Verkalýðsfélag Hafnarhrepps
Verkalýðsfél. Vatnsleysustrandarhrepps
Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahr.
Verkalýðs- og sjómannafél. Miðneshr.
Verkalýðsfélag Stykkishólms
Verkalýðsfélagið Afturelding, Hellis-
sandi
Verkalýðsfélagið Stjarnan, Grundar-
firði
Verkalýðsfélag Húsavíkur
Auk þeirra félaga, sem hér hafa verið
nefnd var samúðarverkfall á vegum Lands-
sambands vörubifreiðastjóra hjá Vegagerð
ríkisins. 6. júní hófst verkfall Félags ísl. raf-
virkja, 10. júní hjá Verkakvennafélaginu
Öldunni Sauðárkróki, 12. júní hjá Félagi
framreiðslumanna og Félagi matreiðslu-
manna og sama dag, 12. júní, boðaði Vöru-
bílstjórafélagið Þróttur í Reykjavík verkfall.
Vert er að geta þess að verkfall Mjólkurfræð-
ingafélags Islands var takmarkað verkfall all-
an tímann, en ekki verður rakið hér hvernig
þeim takmörkunum var háttað.
Nauðsynlegt er að geta þess að ríkisstjórn-
in greip enn inn í samningana um þetta leyti
á ný — í fyrra skiptið vegna gengishækkun-
ar. Nú var aldeilis ekki gengishækkun á döf-
inni — nú var dæminu snúið við og sagt að
útflutningsatvinnuvegirnir væru nánast á von-
arvöl. Til þess að undirstrika þetta sendu
forsvarsmenn frystiiðnaðar á vegum SIS frá
sér greinargerð þar sem sagt var að frystiiðn-
aðurinn þyldi hreint ekki neitt! Þannig tafði
ríkisstjórnin og atvinnurekendur vinnudeil-
una eins og þeir framast gátu og nutu til þess
aðstoðar hjálparkokkanna í SIS.
77