Réttur - 01.04.1970, Page 41
ERLEND
VÍÐSJÁ
BRASILlA
í heiminum nú á dögum gemr riki aðeins
talizt voldugt, ef það hefur yfir að ráða auð-
lindum, sem fullnægja þörfum íbúanna, því
að í framtíðinni eygjum við ískyggilegan
skort á náttúruauðæfum, matvælum og ýms-
um brýnum lífsnauðsynjum vegna vaxandi
fólksfjölgunar. Þá koma aðeins fjögur ríki
til greina sem stórveldi, þ.e. Kanada, Sovct-
ríkin, Kongó og Brazilía.
I rauninni er Brazilía voldugt ríki. Rækt-
anleg landsvæði eru víðáttumeiri en öll Ev-
rópa, þar eru 15% af skógum heimsins, 35%
af járngrýti, auk þess sem Brazilía er mesti
kaffiútflytjandi heims. Landið er um 8 miljón
og 5 hundruð þúsund ferkílómetrar og íbú-
arnir um 90 miljónir en helmingur þeirra er
vannærður, illa klæddur og sjúkdómar herja
á. I sex af fylkjum Brázilíu deyr sjötta hvert
barn, áður en það nær eins árs aldri, og sjötta
hvert barn þjáist af skjaldkirtilbólgu. Tækni-
lega er landið mjög vanþróað. Einn hektari
lands í Brazilíu gefur af sér 100 kíló af korni
og 1500 kíló af hrísgrjónum, en tilsvarandi
hektari á Italíu gefur af sér 1600 kíló af
korni og 4600 kíló af hrísgrjónum. Brazilía
gæti framleitt 80 miljón kílóvött af raforku
en nýtir aðeins 5 miljónir, eða ámóta og
stórborgin New York.
Brazilía er land andstæðnanna. Oft er sagt,
að tvö fylki ráði öllu í landinu, þ. e. iðnað-
arfylkin umhverfis Sao Paulo og Rio de Jan-
eiro. I æpandi andstöðu eru héruðin í norð-
urhluta landsins. Þar búa um 25 miljónir
bænda við lénsskipulag stórjarðeigenda, sem
ráða algerlega yfir leiguliðunum. Nær 50%
allra barna deyja áður en þau ná eins árs
aldri og hunguróeirðir brjótást út, einkum á
þurrktímanum sem stendur í 10 mánuði ár
hvert. Þarna verða jafnvel katólskir prestar
byltingasinnaðir. Faðir Emerson Negreiros
sagði við sóknarbörn sín í Santa Cruz: „Þið
verðið að eiga geit til að hafa mjólk handa
börnum ykkar. Ef landeigandinn kemur og
bannar ykkur það og ætlar að drepa geitina,
þá er hann að ógna lífi barna ykkár. Látið
hann ekki drepa geitina. — Drepið hann
fyrst".
Ekki gat klerkurinn þó sagt sóknarbörnum
sínum, hvernig þau ættu að eignast geit. I
þessum norðausmr héruðum fá um 2 miljónir
íbúanna innan við 100 hitaeiningar í fæð-
unni og sveltá heilu hungri. Margir selja sig
eða einhvern fjölskyldumeðlim í þrældóm
á kaffiekrurnar til að fleyta sér áfram.
En það er ekki eingöngu í norðausturhér-
uðunum sem brazilíubúar deyja úr hungri
og sjúkdómum. I fátækrahverfum í fjalls-
hlíðunum umhverfis Rio de Janeiro býr ein
af þrem miljónum íbúa höfuðborgarinnar í
trékassahreysum, sem hrynja saman í stór-
rigningum. Þar er ekkert rennandi vatn til
drykkjar utan regnvatn.
81