Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 42
Stórjarðeigendur og iðjuhöldar hafa löng-
um ráðið mestu um stjórn landsins með að-
stoð hersins. Allar tilraunir til að breyta
eignaréttinum á jarðeignum hafa verið
dæmdar sem kommúnismi og frjálslyndir
umbótamenn, sem tekið hafa upp þá kröfu
hafa orðið að flýja land. I héraðinu Rio
Grande eiga til dæmis 9000 stórjarðeigend-
ur 52% allra jarðeigna í fylkinu, en 450.000
bændur eru leiguliðar.
I Brazilíu eru um 110.000 indíánar, sem
lifa enn að fornum hætti. Nýlega var það
upplýst að hvítir gúmmísafnendur hefðu út-
rýmt hálfum ættflokki indíána á Amazon-
svæðinu með því að setja arsinik í sykur sem
þeir gáfu þeim. Aðrir 35 ættflokkar indíána
á þessu svæði eru í mikilli hættu, Hvítu
gúmmísafnendurnir ágirnast lönd Indíán-
anna og vilja annað hvort drepa þá eða
hrekja þá lengra inn í frumskóginn, eins og
þeir hafa verið að gera við þessa frum-
byggja síðustu 500 árin. Þessar ofsóknir og
útrýmingarherferðir hafa vakið almenna for-
dæmingu fólks víða um heim, en þrátt fyrir
það gera stjórnvöld í Brazilíu og annars stað-
ar í rómönsku Ameríku lítið til að verja rétt
indíánanna og taka jafnvel sums staðar þátt
í þessum útrýmingaherferðum.
Brazilía sleit nýlendutengslum við Portú-
gal árið 1822 og varð þá sjálfstætt konungs-
ríki, en herinn rak konunginn Don Pedro
II frá völdum 1889 og lýsti yfir stofnun lýð-
veldis. Fyrsti einræðisherra lýðveldisins da
Fonseca gerði ríkið að sambandsríki 20 ríkja
og framkvæmdi jafnframt aðskilnað ríkis og
kirkju. Brazilía varð illa úti í heimskrepp-
unni 1929, er kaffiverðið féll á heimsmark-
aðinum. Ari síðar hrifsaði Gemlio Várgas til
sín völdin, en hann var úr þjóðlega frjáls-
lynda flokknum. Fór hann með völd frá
1930—1945. Vargas stjórnaði ríkinu sam-
kvæmt fyrirmynd frá ríki Mussolini á Italíu.
Hann barði alla mótspyrnu miskunnarlausi
niður. En hann var mjög þjóðlegur og reyndi
að halda náttúruauðlindunum og lagði hindr-
anir í veg erlendra auðfyrirtækja. A sviði
félagsmála var hann með víðtæka umbóta-
viðleitni. Hann ávann sér miklar vinsældir,
þrátt fyrir einræðishneigð sína, og þær gerðu
honum kleift að ná kosningu sem forseti aft-
ur 1950 eftir að landinu hafði verið stjórn-
að af auðjöfrum og herforingjum í 5 ár.
Vargas lenti fjórum árum síðar í útistöð-
um við herinn sem leiddi til þess að hann
framdi sjálfsmorð. I pólitískri erfðaskrá sinni
sakaði hann erlenda aðila um að vinna gegn
sér með stuðningi óþjóðlegra afla. Ari síðar
var Kubitscheck kjörinn forseti og sat hann
við völd til 1961. Þá var Janio Quadros kjör-
inn, en hann gafst upp ári síðar vegna and-
stöðu hersins og Goulart varaforseti náði
samkomulagi við herinn um skerðingu á
valdi forsetans. Undanlátsemi Goularts skerti
álit hans hjá stúdentum og verkamönnum,
sem stutt höfðu hann í átökunum. En her-
inn, auðjöfrarnir og Washington höfðu dæmt
Goulart sem kommúnista, þar eð hann hugð-
ist þjóðnýta raforku, gas og símafyrirtæki
landsins, sem alls ekki höfðu rækt sitt hlut-
verk. I apríl 1964 hrifsaði herinn völdin úr
höndum Goulart, sem kjörinn hafði verið á
lýðræðislegan hátt. Það vakti þá mikla at-
hygli að Johnson sem þá hafði nýlega tekið
við embætti í Washington bauð nýju stjórn-
ina velkomna þegar í stað og bar það vott
um breytta afstöðu stjórnarinnar í garð ró-
mönsku Ameríku, frá því í tíð Kennedys.
Herinn lét samþykkja nýja stjórnarskrá
árið 1957 og var nýr forseti kjörinn Costa
e Silva. Hann er nú látinn og herinn í vanda
staddur og þetta stærsta ríki rómönsku Am-
eríku rambar á barmi borgarastyrjaldar, sem
erlendir fréttaritarar telja að geti brotizt út
hvenær sem er.
82