Réttur - 01.04.1970, Side 45
NEISTAR
„Mammonsríki
Ameríku"
Það fljóta lík niður Mekong-
fljótið, — vinir Bandarikjanna
fengu fyrirskipun um að tryggja
sér völdin. Það er komið upp
fangabúðum í Kambodiu, —
Bandaríkin höfðu sent sína ClA-
menn þangað ....
Bandarikín vilja helst heyja strið
án stríðsýfirlýsingár. Stjórnendur
Bandaríkjanná'hafa þar sama hátt
á og Japan, Mussolini og Hitler.
Eða skyldi munurinn vera sá að
Bandarikin herja nú á Asiumenn?
Skyldi forseti Bandaríkjana þá
fyrst verða lýstur stríðsglæpamað-
ur, ef lík flytu niður Signu, ef Svi-
ar yrðu fyrir eiturgasi, ef Danmörk
yrði vettvangur kemisks striðs?
Stjórn Bandarikjanna er glæp-
samleg stjórn. Heimsvaldastefna
Bandaríkjanna er sameiginlegur
óvinur allra þjóða. En ekki allra
ríkisstjórna.
Jan Myrdal i „Orientering".
Möguleikinn er til
Möguleikinn til þess — með
félagslegri framleiðslu, — að
tryggja öllum meðlimum þjóðfé-
lagsins afkomu, sem er ekki að-
eins fullkomlega viðunandi i efna-
legu tilliti og verður með degi
hverjum ríkulegri, heldur tryggir
þeim líka fullkomlega frjálsa
þroskun og þjálfun líkamlegra og
andlegra hæfileika þeirra, — þessi
möguleiki eru nú í fyrsta skipti
tll, en hann er til.
Friedrich Engels: Anti-Duh-
ring, 1878.
Lokasigurinn tryggður
Þegar öllu er á botninn hvolft,
mun það ráða úrslitum i barátt-
unni að íbúar Rússlands, Indlands,
Kína o. fl. ríkja eru yfirgnæfandi
meirihluti jarðarbúa. En einmitt
þessi meirihluti hefur á síðustu
árum dregist með óvenjulegum
hraða inn í baráttuna fyrir frelsi
sinu, svo að í því tilliti getur ekki
leikið mirinsti vafi á, hvei;-nig loka-
úrslit baráttunnar verða á heims-
mælikvarða. i þessu tilliti er loka-
sigur sósialismans fullkomlega og
skilyrðislaust tryggður.
Lenín: „Frekar minna en
betra". 2. marz 1923.
Baráttan og hugsjónirnar
Menn berjast og biða ósigur í
bardaganum, og það, sem þeir
börðust fyrir, kemst samt á, þrátt
fyrir ósigur þeirra, og þegar það
kemst á, þá sýnir það sig að það
er ekki það, sem þeir vildu, og
aðrir menn verða að berjast fyrir
þvi, sem þeir vildu, undir öðru
nafni.
William Morris, i „Dream of
John Ball".
Svo vonirnar rætist ...
Þjóðnýting framleiðslutækjanna
skapar forsendurnar, sem gera
oss kleift að nálgast það ástand,
sem við í rauninni hugsum um
þegar við tölum um sósíalisma, —
sem sé það ástand þegar persónu-
leiki mannsins nær að njóta sin
fylst og frjálsast gagnvart öllu
valdi stjórnunar og tækni, og
mesta hugsanlega þátttaka í
stjórnmálum og efnahagsmálum,
allt frá veigamestu málum til smá-
atriða. Maðurinn verður að forða
sér frá þeirri hættu að verða
aðeins tannhjól í vélinni. Þessar
vonir um sósialisma rætast ekkj
sjálfkrafa þegar framleiðslutækin
eru þjóðnýtt. Þær rætast ekki
nema á þessum grundvelli, en það
verður að berjast fyrir þeim. Og
sannfæringin um að þjóðnýting
framleiðslutækjanna sé þýðingar-
mesta undirbúningsskrefið i bar-
áttunni fyrir því að þessar vonir
rætist, verður að verða sannfær-
ing sem allramests fjölda fólks, til
þess að mennirnir geri þróunar-
lögmálið að veruleika og sósíal-
isminn verði að reynd sem æðsta
form mannúðarstefnu.
Franz Marek: Heimspeki
heimsþyltingarinnar. Lokaorð.
Þú!
Hlutirnir geta ekki haldist eins
og þeir eru. Þú verður að breyta
þeim.
Bertolt Brecht.
85