Réttur


Réttur - 01.04.1970, Síða 46

Réttur - 01.04.1970, Síða 46
RITSJÁ Elan-bökene: Lenin-bækur i kilju- formi. Forlaget Ny Dag. Oslo. 1970. Norska útgáfufyrirtækið Ny Dag, sem gefur út Elan-bækurnar, sem oft hefur verið getið hér áður, hefur nú gefið út nokkuð af rit- um Lenins i kilju-formi. Eru það þessar: 1. „Hva má göres“. (Hvað ber að gera). Þýðingln eftir Ivar Diger- nes. 2. „Imperialismen" (Heimsvalda- stefnan). Þýðing þessi er lika hin gamla eftir Ivar Digernes. 3. „Staten og revolusjonen" (Ríki og bylting). I þessu hefti er ekki aðeins hin sígilda bók Leníns frá 1917 „Riki og bylting", heldur og fyrirlestur hans um ríkið frá 1919 og fjölmargar greinar um vandamál rússnesku byltingarinn- ar, ekki sízt í sambandi við ríkis- valdið. Einkum eru það hinar stór- merkilegu greinar hans frá síðasta starfsárinu, sem einnig eru ný- komnar út á íslenzku. Þýðingarnar eru sumpart hinar gömlu eftir Digernes, en nýju þýðingarnar eru gerðar af Harald Holm, sem einnig Lenín. ritar eftirtektarverðan formála. Úr valið er gert af honum og Finn Pettersen. — kom þetta safn fyrst út í þessu formi 1968, en seldist svo vel að nú er komin önnur út- gáfa. 4. „ „Radikalismen", kommun- ismens barnesykdom". („Vinstri róttækni", barnasjúkdómar komm- únismans). Þýðing Ivar Digernes. 5. „Utopisk og vitenskapelig sosialisme". (Hugvitssósialismi og vísindalegur sósíalismi). I þessu hefti er úrval greina eftir Lenín og hefur svo að segja ekkert af þeim komið á íslenzku, nema „Karl Marx. Kort biografisk skisse med en fremstilling av marxismen", sem kom út í Rétti 1930. Snerta þessar greinar uppruna sósíalist- iskra hugsjóna, ýmissa draum- sjóna um sósíalismann og fram- kvæmd hans og hafa að geyma raunsæja skilgreiningu Leníns á hinum marxistiska sósíalisma. Fyr- ir þá, sem ekki geta lesið Lenin nema á Norðurlandamálum hefur því þessi bók margt að flytja. Karl Marx og Friedrich Engels: Arbeid og kapital. Elanbökene Þessi kiljuútgáfa hefur að geyma „Launavinnu og auðmagn", „Laun, verð og gróði", og greinar eftir Engels: „Auðmagnið", í For- mála að 2. bindi Auðmagnsins", svo og allmargar greinar úr „Labour Standard" og fleira. Nokkuð af þessum ritum hefur komið út á íslenzku, bæði áður og nú i tveggja binda útgáfunni af ritum Marx og Engels. Norska þýðingin á þvi, sem ekki hafði komið út áður í Noregi, er eftir Harald Holm. Allar eru þessar bækur mjög smekklegar að frágangi og kápur og útgáfan öll vönduð. 86

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.