Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 48
Liselotte Herrmann
ur mánaðarlega. Heitir það „Wie-
ner Tagebuch" og ræðir mjög
frjálslega og gagnrýnið öll helztu
áhuga- og ágreinings-mál róttækra
sósialista. öllum þeim íslenzkum
sósíalistum, sem geta notfært sér
þýzku, og áhuga hafa á að fylgj-
ast með á alþjóðavettvangi, er
ráðlagt að lesa þetta tímarit. Það
segir einnig vel frá ýmsum nýjum
bókum um þessi mál. Meðal ann-
arra, sem í það rita er Ernst Fis-
cher. — Utanáskrift þess er: 1090
Wien, Lustkandlgasse 4—6, en
einnig er hægt að panta það gegn-
um Bókabúð Máls og menningar.
(Verðið er 10 shillingar (austur-
rískir) eða ca. 40 krónur, árgang-
urinn 5 dollarar).
Babette Gross: Willi Múnzenberg.
Eine politische Biographie. Deut-
che Verlags-Anstalt. Stuttgart
1967.
Willi Munzenberg (1889—1940)
var einn af fremstu mönnum
Kommúnistaflokks Þýzkalands
1919—38, skipuleggjari mikilla al-
þjóðasamtaka, svo sem A.S.V.
88
Willi Munzenberg
(Alþjóðasamhjálp verkalýðsins),
Rauðu hjálparinnar (fangahjálpar),
Bandalagsins gegn heimsvalda-
stefnunni o. fl. og jafnframt stór-
útgefandi bóka og blaða I Berlín,
en þar áður var hann leiðtogi
ungra kommúnista og ritari Al-
þjóðasamsambands þeirra. Fjalla
endurminningár þær, er hann gaf
út 1930: ,,Die dritte Front" (Þriðju
vígstöðvarnar) um þá baráttu hans.
Munzenberg vakti aðdáun flestra,
er honum kyrintust þ. á. m. ým-
issra Islendinga. Þannig lýsir Hall-
dór Kiljan Laxness honum, er hann
var á hátindi baráttu sinnar, á
heimsþingi gegn stríði , I Amster-
dam 1932:
„Hápunktur þingsins, ekki að-
eins hvað mælskulist snertir, held-
ur einnig glöggskyggni á hið hag-
nýta, var ræða Willy Múnzen-
bergs, seinni part annars dagsins.
Eftir að einir tuttugu ræðumenn
höfðu verið á pallinum og þreytu
tekið að verða vart meðal þús-
undanna i salnum, en hitinn I
kringum þrjátiu stig, þá tókst
þessum snilldarlega oddamanni
hinna alþjóðlegu samtaka, sam-
starfsmanni Leníns og stofnanda
A.S.V. að lægja óróaöldu í saln-
um, og tala svo til hjarta fjöldans,
að milfi ástríðuþrunginna heilla-
ópanna, sem fjöldlnn laust upp
ósjálfrátt við áherzluatriðin i ræðu
hans, þá mátti heyra flugu anda.
Því miður er hér ekki rúm til að
rekja til hlítar hina glæsilegu ræðu
fél. Múnzenbergs, en hún var ekki
aðeins listaverk í málsnilld, heldur
einnig fagurt vitni um samþjapp-
aðan persónuleik og hetjuanda I
baráttunni fyrir málstað hinna und-
irokuðu; það er sjaldgæft að heyra
rödd hinna undirokuðu hefja sig
með svo glæsilegum arnsúg. I máli
hans lifði sá upprunaleiki, sem
þekkir engan brest, þessi óbrot-
legu meginrök, sem maður gerir
sér I hugarlund, eftir lýsingum að
hafi einkennt framkomu Lenlns,
þegar hann talaði fyrir fjöldanum,
á andlitl Múnzenbergs skein hið
sérkennilega, sigurvissa bros og
í reisn hans þessi ögrandi hótun
gegn hinum kapítalistisku böðlum,
sem maður er annars vanur að
kenna við Lenín." (Verkalýðs-
blaðið, 13. sept. 1932).
Ofannefnd ævisaga, rituð af
konu hans og einkaritara, Babette
Gross, er mikil bók og ýtarleg og
eina ævisaga hans, sem oss er
kunnugt um. Er þar að finna mik-
inn fróðleik um lif hans og starf
og greinilegt er að lifsförunautur
hans reynir eftir mætti að forðast
að láta þá beiskju, er sorgleg ör-
lög hans valda hjá henni, lita frá-
sögnina of mikið, þótt hennar gæti
vissulega stundum sem mannlegt
er.
Saga Willi Munzenbergs er ein
af hetjusögnum og harmleikjum
heimshreyfingar sósíalismans.
E. O.