Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 3

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 3
ÓLAFUR R. EINARSSON: ORBIRGÐ EÐA RÉTTLÆTI Hér hejst greinaflokkur nm fólksfjölgun, misskiptingu heimsins gceða og aðstoð við þróunarlöndin. Hvað veldur örbirgð 2/3 hluta jarðarbúa? Munu 4/s jarðarbúa búa í löndum örbirgð- ar árið 2000? Verða íhúar jarðar 50.000 miljónir árið 2120? Neitum við, íbúar eyðsluþjóðfélagsins, að kynna okkur þróun hungurs og ranglcetis? Skipting þjóða á alþjóðavettvangi, í ríkar iðnaðarþjóðir og snauðar þjóðir, sem nær eingöngu eru hráefnaframleiðendur, kemur mjög seint til sögunnar sem alþjóðlegt ein- kenni. Þessi verkaskipting er í nánum tengsl- um við nýja framleiðsluhætti eftir iðnbylt- inguna og þó einkum þriðja stig hennar, er framleiðsluöflin verða risavaxnari og auð- magnið fer að þenjast út fyrir landamæri hvers ríkis, þ.e. heimsvaldastefnan eftir 1870. Fjölmargir hagfræðingar, félagsfræðingar og sagnfræðingar hafa fjallað um þessa alþjóð- legu verkaskiptingu og sett fram margbreyti- legar kenningar um orsakir og afleiðingar skiptingar mannkyns í ríkar og snauðar þjóð- ir. Hér mun m.a. gerð grein fyrir mjög skil- merkilegri kenningu sem bandaríski hag- fræðingurinn, André Gunder Frank, setur fram í bók sinni, Capitalism and underdevel- opment in Latin America, Historical studies of Chile and Brazil, er út kom í New York fyrir þrem árum. Kenningu þessa mætti kalla á íslenzku — kenningu um samskipti höf- uðbólsins (metropol) og hjáleiganna (sate- lite). SAMSKIPTI HÖFUÐBÓLSINS OG HJÁLEIGANNA: Samskipti þriðja heimsins og ríku þjóð- anna fara fram innan ramma hins alþjóðlega auðvaldsskipulags, þar sem ríku þjóðirnar eru drottnandi höfuðból, en hinar snauðu þjóðir eru ánauðugar hjáleigur. Draga má upp mynd af valdapýramída, þar sem er að finna landfræðilegar og stéttalegar markalínur. Neðst er bændaalþýðan, síðan stórjarðeig- endur, þjóðlegar fámennisstjórnir atvinnurek- enda, jarðeigenda og kaupsýslumanna og efst í pýramídanum eru miðstöðvar hins alþjóð- lega einokunarauðvalds m.a. í New York, London, París og Frankfurt. A hverju þrepi 91

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.