Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 36
Undirritun sovézk-vesturþýzka samningsins í Moskvu.
ræðiserfðum Jefferssons, Lincolns og Roose-
velts, — William Fulbright, — hljómar nú
oft sem rödd hrópandans í eyðimörkinni. En
rödd kúgaðrar alþýðu úr undirdjúpum þjóð-
félagsins og hugsjónaríks stúdentafjölda er
meir og meir svarað með byssukúlum aftur-
haldsins. Og þegar fjórir stúdentar eru skotn-
ir til bana í Ohio — sjálfu „biblíubelti"
Bandaríkjanna, — þá stoðar lítt þó Billy
Graham, predikari Nixons og Morgunblaðs-
ins falli á kné og hrópi: „O, Guð minn, hvað
er orðið um okkur, þegar slíkt getur gerzt í
Bandáríkjunum". Borgaraafturhaldið forherð-
ist við hvert blóðbað, heimtar meiri vopn og
bann við öllum mótmælum. Hitlerisminn
kæmi til með að taka á sig önnur form í
Bandaríkjunum en í Þýzkalandi 1933,
stjörnufáninn en ekki hakakrossinn yrði tákn
hans. En hinu má ekki gleyma, hættan á ein-
ræði afturhaldsaflanná þar og hruni hins
borgaralega lýðræðis vex með hverjum degi.
Og það einrœðisvald hefði þau atúmvoþn,
sem Hitler skorti til að hóta að tortíma heim-
inum ef eigi yrði undan látið.
Sósíalistisk verklýðshreyfing heimsins sem
og öll borgaraleg lýðræðis- og frelsisöfl, al-
þýðuríki veraldar sem borgaraleg lýðræðis-
ríki, þurfa að horfast af fullri djörfung í
auga við hættuna og af meira raunsæi og
skilningi en forðum, þegar það var þó aðeins
illa vopnað Þýzkaland er varð fasismanum að
bráð 1933. En nú er það alvopnaðasta her-
veldi heims, sem á hættusvæðinu er.
En vissir íslenzkir valdhafar eru nú marg-
falt blindari fyrir hcettunni en þeir voru 1933
— og voru vissulega slæmir þá, en þó ekki
svo að þeir afhentu nazistum flugstöðvar hér,
er þeir óskuðu þess 1939. — En nú þegar
hafa Bandaríkin hér eina af stærri flugstöðv-
um heims, her og flota og óhugnanleg tök. á
ríkisstjórn og almenningsáliti.
Mál er að linni.
i
124