Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 17

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 17
er hér varpað Ijósi á uppruna þess. Ef hugmyndirn- ar eiga að hafa nokkur áhrif eða gildi, verða þær að fela í sér nákvæmt mat á hinum hluttæku stað- reyndum. Þekking ákvarðast af því, sem maður veit með vissu, en ekki af því að höndla einhvern sann- leika, sem kann að finnast utan mannsins og sem á að hafa sjálfstætt áhrifaafl i sögunni. Hugmynd- irnar verða sjálfar að vera afsprengi sögulegrar framvindu, áður en þær geta orðið orsök einhvers. Marx leit á sannleikann sem byltingars'.nnað fyrir- bæri, svo að því fór fjarri, að þetta þýddi að hug- myndinni um sannleika væri varpað fyrir róða með því að öllum hugmyndum væri breytt í hugmynda- fræði, sem af leiddi eins konar falska meðvitund. Marx á ekki við hinn hlutfirrta sannleika, sem frum- spekilegar vangaveltur eða siðræn hughyggja tjalda með, heldur hinn hluttæka sannleika, sem háður er vilja mannsins, sem er virkur, helzt við og fagn- ar sigri í þjóðfélagsbaráttunni, þar sem unnið er að því að leysa mannkynið úr fjötrum. Hann reyndi að sýna fram á, að kommúnismi er ekki hið eðlilega og sjálfsagða sambúðarform manna alls staðar og á öllum tímum. Kommúnismi kemst ekki á, þótt honum sé haldið fjálglega á lofti sem félagslegri hugsjón. Það er ekki hægt að skoða hina brösóttu sögu siðmenningarinnar ein- ungis sem röð frávika frá hinu rétta eða sem hold- tekju ófullkomleikans. Kommúnismi getur eða öllu heldur hlýtur og mun verða til sem afleiðing af upp- lausn hins kapítaliska þjóðskipulags, en án þess hefði hann samt aldrei getað orðið að veruleika. Við þessar aðstæður mótast afstaða verkalýðsins af tvennu: Vissunni um að hið kapítalíska kerfi sé markað feigðinni og verði því að víkja fyrir sam- eignarskipulagi, og i annan stað af vitundinni um óbyrgðina á þvi, að slíkt skipulag komist á. Þetta örvar menn til þrotlausra starfa. Verkamaðurinn öðlast ekki neinn rétt til að sitja með hendur i skauti og fylgjast með ferlinu, honum leggst miklu fremur sú kvöð á herðar að stuðla með byltingar- sinnuðu starfi að því að hin dialektiska nauðsyn verði að veruleika. Mikilvægasta hlutverk marx- ismans er að vekja fjöldann, sem ella gæti orðið sinnuleysi og örvæntingu að bráð, til skilnings um stöðu sína, en það er forsenda skýrrar vitundar um sögulegt hlutverk hans og undanfari þess, að honum takist að skapa stéttarsamtök, sem fær eru um að hrífa einstaklinginn burt úr einsemd hans og finna honum stað í samfélagi baráttumanna. Marx trúði því ekki, að sósíalismi myndi komast á af sjálfu sér, en hann var þeirrar skoðunar, að birting niðurstöðu skýrgreiningartilraunar hans á þjóðfélaginu gæti orðið til þess að flýta fyrir um- sköpuninni, fyrir þá sök að hún myndi vekja verka- lýðinn sjálfan til dáða. Það yrði þá fyrst, ,,þegar leiftur hugsunarinnar hefur greypzt óafmáanlega i frjóan huga fjöldans",1) að eignalaus fjöldinn yrði þess umkominn að taka framleiðslutækin I sinar hendur. ER MARXISMINN NYTSEMISHYGGJA VERKALYÐSINS? Því hefur stundum verið haldið fram, að Marx hafi í einu og öllu viðurkennt hina kapitalisku kenn- ingu um „manninn sem efnahagsveru". Þetta á hann að hafa gert með þeim hætti að ætla verka- manninum það hlutverk að berjast í eiginhagsmuna- skyni í von um ávinning fyrir sjálfan sig. I þessu liggur, að marxisminn sé i raun og veru ekkert ann- að en nytsemishyggja handa verkalýðsstéttinni. Það er augljóst, að þessi skilningur á ekkert skylt við hugmyndir Marx um manninn og um hinn efnahags- lega hvata. Það sjáum við, þegar við minnumst þess, að fylgi hans við sósialismann allt frá 1843 átti ekki bara rót sína að rekja til upphaflegra rann- sókna hans á kenningum franskra sósíalista, heldur einnig til umsagnar Engels um rit Carlyles Past and Present, en hún birtist í tímaritinu Deutsch—Fran- zösische Jahrbiicher, sem hann ritstýrði á Parísar- árum sínum. I riti sínu réðst Carlyle heiftarlega á efnahagskerfi kapitalismans: „Lögmál framboðs og eftirspurnar er ekkert náttúrulögmál. Og hvilík fá- sinna er það að halda, að staðgreiðsla sé eini tengiliðurinn manna á milli .... Maðurinn mun ekki öðlast hamingju við að sækjast eftir efnahagsleg- um ávinningi einum saman"2). Hvernig á að sigrast 1) Marx, Inngangur að Gagnrýni á réttarheimspeki Hegels. 2) Thomas Carlyle (1795—1881) var kunnur skozkur rithöfundur og sagnfræðingur. 105

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.