Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 18
lagið hlýtur óhjákvæmilega að vera sú umgjörð,
sem mestu ræður um tiIveruskilyrði frelsisins og
persónuleika einstaklingsins".1)
I þessum ummælum felst að sjálfsögðu alger af-
neitun hugmyndarinnar um „manninn sem efnahags-
veru". Marx hélt þvi heldur aldrei fram, að vonin
um eigin ávinning ætti að vera kveikjan í baráttu
verkalýðsstéttarinnar. Það er að vísu satt, að menn
hljóta óhjákvæmilega að berjast fyrir fullnægingu
frumþarfa sinna, sem um leið eru þarfir þeirrar
stéttar, sem þeir tilheyra. En þeir vilja líta á þessar
þarfir sem þarfir stærri hóps, reyndar sem þarfir
þjóðfélagsins í heild.
Hlutskipti verkamannsins er nefnilega það, að
barátta hans fyrir stéttlausu þjóðfélagi er í þágu
þjóðfélagsins alls. Hann sækist þess vegna ekki
eftir ávinningi fyrir sjálfan sig einan, heldur berst
hann fyrir velferð samfélagsins og vonar, að hann
muni njóta góðs af henni......
EFNISHYGGJA
MARX
Var Marx þá efnishyggjumaður, annaðhvort í þeim
skilningi, að hann taldi breytni mannsins markast af
þeirri hvöt einni að óska sér stöðugt aukinna efnls-
legra gæða eða þæginda eða í þeim skilningi, að
hann í heimspekiskoðun sinni leit á öll fyrirbæri
hugræns eða andlegs eðlis sem hreyfingar efnis-
ins? I raun og veru var Marx eindreginn andstæð-
ingur „hinnar hlutfirrtu efnishyggju raunvísindanna,
sem lét sig engu skipta söguna og ferli hennar”. Á
okkar dögum mundi maður kenna skoðun hans á
eðli lífsins og mannlegrar tilveru við náttúruviðmið-
un eða húmanisma (mannhyggju), en hann leit svo
á, að hugsunin væri jafn raunveruleg og sjónin,
þar sem önnur ætti upptök sin í auganu, en hin i
heilanum. Sú „efnislega rannsóknaraðferð" sem
Marx talar um og sem greinir skoðanir hans frá
skoðunum Hegels, felur í sér rannsókn á hinum
raunverulegu efnahagslegu og félagslegu lífsskil-
yrðum mannsins og þá verður jafnframt að taka
') Marx, Die Pariser Manuschriften (Parísarhand-
ritin).
á þessu ömurlega ástandi? Marx svaraði þessu í
fyrstu sósíalisku ritsmíð sinni á þann veg, að það
ætti að gera með því að skipuleggja allt fram-
leiðslustarf á samvinnugrundvelli, þannig að það
þjónaði þörfum mannsins. Vandinn var sá ,,að skipa
svo málum i umhverfi mannsins, að maðurinn skynji
það sem mannlegt samfélag i orðsins fyllstu merk-
ingu. Aðeins i slíku samfélagi mun maðurinn geta
sýnt manngildi sitt í samskiptum við aðra. Þjóðfé-
Marx 1861.
>
106