Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 6
tala jarðar verði þá komin upp í 50.000
miljónir.
Nú munu um 67% jarðarbúa búa í þró-
unarlöndunum, en 33% í hinum ríku iðn-
aðarríkjum Evrópu og Norður-Ameríku.
Fólksfjölgunin er mun örari í þróunarlönd-
unum og því mun um árið 2000 um 79%
jarðarbúa lifa í Asíu, Afríku og rómönsku
Ameríku, en aðeins 21 % í þróuðum iðnaðar-
ríkjum. Hvað einstaka heimsálfur snertir, þá
má t.d. nefna að í rómönsku Ameríku bjuggu
um aldamótin 60 miljónir manna, en nú lifa
þar um 270 miljónir og um árið 2000 rúm-
lega 700 miljónir manna. Aldrei fyrr í sögu
mannkyns hefur maðurinn staðið augliti til
auglits við svo gífurlega fólksfjölgun. Meðal
barnafjöldi hverrar fjölskyldu í hinum ýmsu
heimsálfum er sem hér segir:
Börn á hverja fjölskyldu
í þróunarlöndunum 5,3 — 5,5
I iðnaðarríkjunum 2,9
í Afríku ............ 6,1
í Asíu .............. 5,1 — 5,5
I rómönsku Ameríku 5,7
í Evrópu ............ 2,7
í Norður-Ameríku . . 3,7
I Sovétríkjunum 2,9
I heiminum .......... 4,5 — 4,7
Það að fjölskyldustærðin er meiri í þró-
unarlöndunum má að nokkru skýra með því
að þar stunda yfirleitt um 80—90% íbú-
anna landbúnað og meiri barnafjöldi veitir
foreldrum aukið og ódýrt vinnuafl um leið
og barnið er komið á legg. Þó ber þess að
geta, að barnadauðinn er einnig mestur í
þróunarlöndunum.
Athyglisvert er að kanna hvernig íbúatala
skiptist á heimsálfur í dag og útlitið um
næstu aldamót. Sameinuðu þjóðirnar hafa
birt eftirfarandi yfirlit um skiptingu íbúa á
heimsálfur og lönd:
Árið 1968 Árið 2000
miljónir miljónir
Bandaríkin 200 350
Rómanska Ameríka 270 760
Evrópa . 460 570
Afríka . 330 850
Sovétríkin . 240 400
Kína . 730 1480
Indland . 520 1330
Japan 100 140
Aðrir hlutar Asíu . 590 1550
Kanada og Astralía 40 70
Augljóst er af þessu yfirliti Sameinuðu
þjóðanna um fólksfjölgun í heimsálfum
næstu þrjá áratugi, að í þeim löndum þar
sem matvælaástandið er verst í dag, þar er
mestrar fólksfjölgunar að vænta.
Fyrir 120 árum þegar íbúatala jarðarinn-
ar var aðeins 1000 miljónir, þá var þéttbýlið
ekki meir en svo að 50.000 fermetrar voru á
mann. Nú er svo komið að þessi tala hefur
lækkað niður í 15.000 m2. Um næsm alda-
mót verða 8.000 fermetrar á mann og er
94