Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 44

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 44
C. H. Hermansson á fundi i heimsókn hans til fslands. Á myndinni eru (frá vinstri) Svavar Gestsson, C. H. Hermansson, Ólafur R. Einarsson og Ragnar Arnalds. SVÍÞJÓÐ Urslit þingkosninganna í Svíþjóð 20. sept- ember, þegar kosið var í fyrsta sinn eftir nýju stjórnarskránni til einnar deildar, urðu þau að sósíaldemókratar fengu 163 þingsæti, kommúnistar (Vinstriflokkurinn — Komm- únistar) undir forystu C. H. Hermansson 17 þingsæti, en borgaraflokkarnir samtals 170. Ríkisstjórn Olav Palme situr því áfram með aðstoð kommúnista. Sósíaldemókratastjórnin sænska hefur haft þá sérstöðu meðal sósíaldemókratískra stjórna að standa upp í hárinu á ríkisstjórn Banda- ríkjamanna, viðurkenna stjórn Norður-Viet- nam og sýna þannig í verki á fleiri sviðum pólitískt sjálfstæði gagnvart amerísku heims- valdastefnunni. Hinsvegar byggir stjórnin á vissri samvinnu við sænska auðvaldið, þó hún svo ætli sér að framkvæma ofurlitla þjóðnýt- ingu á mjög takmörkuðu sviði, en setur hins- vegar all róttæka löggjöf í mörgum félags- málum. Sænsku kommúnistarnir háðu harða bar- áttu fyrir að komast yfir 4% fylgisins, en það var skilyrði til uppbótasæta og þarmeð þingsæta í hlutfalli við fylgið. Þótti það tví- sýnt, þar sem þeir höfðu aðeins 3% við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar. En þeir sigruðu og fengu 4,9%. Er það mjög þýðingarmikill sigur eigi aðeins fyrir þá, heldur og alla rót- tæka sósíalista á Norðurlöndum og getur orð- ið til þess að snúa straumnum við eftir áföll þau, sem róttækir sósíalistar, — bæði komm- únistar og vinstri-sósíalistar, — hafa orðið fyrir í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Sænsku kommúnistarnir gagnrýndu stjórn sósíaldemókrata fyrir samvinnu hennar við auðvaldið, mörkuðu skýra stefnu vaxandi verklýðsáhrifa í atvinnu- og stjórnmálalífinu og harðari baráttu fyrir bættum lífskjörum og auknum réttindum verkalýðs á vinnu- stöðvum og í þjóðlífinu öllu. Beinist barátta þeirra mjög gegn allri þátttöku Svía í Efna- hagsbandalaginu. Sú sókn borgaraflokkanna, sem steypti sósíaldemókratastjórnum Danmerkur og Nor- egs og leiddi til minnkandi verklýðsfylgis í Finnlandi, hefur nú verið stöðvuð. Ríður nú á að sósíaldemókrötum í Svíþjóð skiljist nauð- 132

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.