Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 42

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 42
húsanna í Kolumbíu hafa rafmagn. 40 milj- ónir af 140 miljónum íbúa rómönsku Ame- ríku, sem náð hafá aldri til að vinna, hafa ekki fasta atvinnu og ekki reglulegar tekjur. Yfirstéttin beitir vægðarlausri kúgun og hverskonar ógnunum við verkamenn. I marz 1970 fundust átta landbúnaðarverkamenn skotnir í göturæsi hjá Ribeirao. Þeir höfðu verið á leið til atvinnurekanda „síns" að krefj- ast vinnulauna, sem þeir höfðu ekki fengið greidd mánuðum saman. — Engin rannsókn. Er lögreglustjórinn var spurður hversvegna hann gerði ekkert í málinu, benti hann á að hann ætti konu og börn. Morð atvinnurekenda og jarðeigenda á verkamönnum, sem standa á rétti sínum, eða jafnvel stjórnarfulltrúa, sem eiga að fram- kvæma jarðaskiptalöggjöf, eru tíð. Ognarstjórn herforingjaklíkunnar í Bras- ilíu fer langt fram úr því, sem þekkist í Grikklandi. Alþjóðanefnd lögfræðinga af- hjúpaði að í fangelsum herforingjaklíkunnar í Brasilíu eru börn kvalin að foreldrum ásjá- andi, unz þau missa vitið, — og þar fer fram kennsla í pyndingum, þar sem lifandi menn eru píndir til að kenna verðandi „fagmönn- um". Somoza-fjölskyldan, sem ræður í Nicara- gua, á þriðjung landsins. Somozarnir komust til valda fyrir 30 árum með pólitískum morð- um og halda völdunum með kosningafölsun- um. Þeir eru stærstu útflytjendur landsins. Herinn í rómönsku Ameríku er víðast hvar böðuls-lögregla yfirstéttarklíkunnar. Verkefni hans er að hindra allar framfarir í átt til þjóðfélagslegs réttlætis. Þessir 700.000 hermenn gleypa 30% allra ríkisútgjalda. — 140 miljónir íbúa rómönsku Ameríku eru hinsvegar ólæsir. Ríkisstjórnir rómönsku Ameríku eru hins- vegar öruggt atkvæðafé Bandaríkjanna, t.d. á þingi Sameinuðu þjóðanna. Og bandaríska Fátækrahverfi i Venezuela. auðvaldið stórgræðir á íbúum þessarar álfu undir yfirskyni þess að vera að hjálpa þeim. TÉKKÖSLÖVAKÍA Miðstjórn Kommúnistaflokks Tékkósló- vakíu hefur rekið ýmsa af forustumönnum flokksins frá skeiði frelsishreyfingarinnar 1968 úr flokknum, þ. á m. Alexander Dub- cek, fyrrv. flokksritara, Josef Smrkovsky, Cestmir Cisar, — en þeir voru allir höfuðfor- ystumenn flokksins 1968, og voru fangelsaðir af innrásarhernum 21. ágúst. Fleiri forystu- menn hafa verið reknir, þeirra á meðal Vác- lag Slavik, en hann var ritari tímaritsins „World Marxist Review" og birtist eftir hann grein í Rétti 1965 „Sósíalisminn og þróun lýðræðisins". Er það mjög eftirtektarverð grein, sem túlkar vel hugmyndir marxismans á þessu sviði. Þá hafa vægðarlausar „hreins- anir" farið fram í háskólum, blöðum, verk- lýðsfélögum og að síðustu í öllu flokkskerf- inu. — Svo sem menn muna hindraði inn- rásin 21. ágúst 1968 að flokksþing yrði hald- ið, sem búið var að kjósa til, og lítur nú út fyrir að sú miðstjórn, sem völd hefur í skjóli 130

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.