Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 13

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 13
JOHN LEWIS: MARX ÖLDIN Karl Marx sem stúdent i Bonn 1836. Dr. John Lewis er mikilvirkur rithöfundur og einn kunnasti marxisti Breta. Hefur hann einkum skrifað margar bækur um heimspekileg efni. Á árinu 1965 kom ut eftir hann bók um ævi og kenningar Karls Marx, „The life and teaching of Karl Marx“. Er það inngangskafli þeirrar bókar, sem birtist hér i þýð- ingu Sigurðar Ragnarssonar. (Millifyrirsagnir eru þýðanda). Einn af harðskeyttustu gagnrýnendum marxism- ans á okkar tið hefur látið eftirfarandi orð falla: ,,Ef gefa ætti nafn því timaskeiði sem við lifum á, lægi beint við að kalla það Marxöldina"1). Sá tími er liðinn, að hægt var að fjalla um marxismann sem eitthvert lítilvægt fyrirbæri. Þessu til rökstuðnings nægir að benda á, hve margir telja sig fylgjendur hans og hversu mikið stjórnmálalegt vald þeirra er. Það verður að lita á Marx sem áhrifamikla persónu *) Dr. Leopold Schwarzschild, The Red Prussian (Rauði Prússinn). Á enskunni er notað orðið ,,Marx- ian era", svo öld er hér notað eins og i „forn- öldin," „endurreisnaröldin'1 o. s. frv. 101

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.