Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 15

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 15
Það er svörun mannlegrar vitundar við lífsskil- yrðum umhverfisins, sem veldur þjóðfélagslegum breytingum — fyrst skilningur, þá ákvörðun og eftirfylgjandi athöfn. Það er ekki sköpunarmáttur hinnar algeru hugveru, sem ræður framvindu sög- unnar. Þar er heldur ekki að verki, hvorki aflvirkni lífs né efnis né heldur ákvarðast hún af ómótstæði- legum þunga utanaðkomandi efnahagslegra áhrifa. Það, sem ákvarðar framvindu sögunnar, er viðleitni mannlegs samfélags til sóknar i átt að nýjum mark- miðum. Þessi viðleitni manna miðar að þvi að gera þær breytingar á þjóðfélaginu i efnahagslegu og félagslegu tilliti, sem nauðsynlegar má telja, til þess að unnt sé að uppfylla eðlisbundnar og fé- lagslegar þarfir þeirra. Sú nauðsyn, sem hér um ræðir, sprettur af þeirri þjóðfélagsgerð, sem fram- vinda kapitalismans skapar. Marx leitaðist við að sýna fram á, að þjóðfélagsgerðin fæli í sér stöð- ugar og vaxandi andstæður milli framleiðsluaflanna og þeirra framleiðsluafstæðna sem af henni leiddi. Innri lögmál kerfisins viðhalda og styrkja þetta ferli og skapa hinar raunverulegu forsendur fyrir óhjá- kvæmilegum endalokum þess. Marx kom ekki með neina uppskrift að þjóðfélagsskipan framtiðarinnar, en hann benti á, hvernig núverandi þjóðfélagsskip- an mun liðast í sundur vegna framsækinnar virkni þeirra afla, sem þar eru til staðar. MARXISMINN OG SAGAN Það er nú almennt viðurkennt, að hér er um að ræða hugmyndir, sem varpa skýru Ijósi á sögu- þróunina. Þessar hugmyndir gefa okkur betri við- miðun en sú skoðun, sem flestir hafa aðhyllzt, því að þær „leiðrétta þá skekkju, sem eldri skoðunin fól í sér. Hún sneiddi hjá sjálfum grundvallarvanda- málunum með þvi að skoða söguna sem vettvang, þar sem óbundnar hugmyndir léku lausum hala og voru meðhöndlaðar sem væru þær óbreytanlegar, en i því felst, að fremur var litið á þær sem upp- hafsástand en sem afleiðingu breytingar. Marxismi, sem er vopnaður hinni sögulegu rannsóknaraðferð °9 byggir boðskap sinn á marxiskri fræðikenningu, hefur það mikið sannleiksgildi, að hann er fær um að vega alvarlega að öllum viðteknum sannind- um"1). Marxisminn gerir þó ekki neina tilraun til að gefa svör fyrirfram við viðfangsefnum sagnfræðinnar; hann útlistar aðeins, hvernig standa skuli að verki gagnvart óumræðilega fjölbreytilegu safni frum- gagna. Engels sagði eitt sinn: „Það verður að rann- saka alla söguna að nýju og kanna verður út af fyrir sig tilveruskilyrði hinna óliku þjóðfélagsfyrir- bæra"2). Hinn marxiska söguskoðun má aldrei verða átylla til þess að stunda ekki sagnfræðirann- sóknir. STÉTTIR OG STÉTTABARÁTTA Sú óhjákvæmilega umsköpun þjóðfélagsins, sem Marx beinir sjónum sinum að, á þó ekki að vera verkefni þjóðfélagsins i heild. Skoðun Marx er sú, að þjóðfélagsbreytingar séu þvi háðar, að nýj- ar þjóðfélagsstéttir stigi inn á leikvang sögunnar, Þjóðfélagsgerðin ákvarðast að hans áliti af tilvist stétta með andstæða efnalega hagsmuni. Endalok hins kapítaliska framleiðslukerfis felast i hans aug- um í upplausn iðnaðarþjóðfélags, sem byggir til- veru sina á aðgreiningu milli eignastéttar og verka- lýðsstéttar. Með þessum mikilfenglega skýringar- hætti samþættir hann afdrif stéttanna sem slíkra afdrifum kapítalismans, þannig að sósialisminn birt- ist sem eina stéttlausa þjóðfélagsformið. Stéttabarátta sprettur ekki af áróðri. Hún er óhjákvæmileg, þar sem stéttir eiga andstæðra hagsmuna að gæta. Hún á rætur sinar i baráttunni fyrir tilverunni og þróast í samræmi við þróun and- stæðnanna i þjóðfélaginu. Hún er merki sjúkleika, sem hefur heltekið þjóðfélag nútimans. Sérhver marxisti hlýtur að styðja baráttu verkalýðsins fyrir ') Butterfield, Christianity and History (Kristindóm- ur og saga). 2) Engels, Bréf til Conrads Smith. Dags. 5. ágúst 1890. 103

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.